27.04.2017 11:45
L. v. Sæfari SU 424. LBKT / TFCG.
Enn eitt
síldveiðiskip sekkur
Ragnar frá
Akureyri er fjórða skipið á vertíðinni
Í fyrrinótt varð sjóslys fyrir Norðurlandi. Síldveiðiskipið
Ragnar frá Akureyri sökk með fullfermi síldar eða um 800 mál. Mannbjörg varð.
Þetta gerðist út af Melrakkasléttu. Veður var ekki sem best og mun skipið hafa
verið á leið til Siglufjarðar er það sökk. Um nánari tildrög slyssins var ekki
vitað seint í gærkvöldi, nema hvað sjór mun hafa komist í lestarklefa, og gerðu
skipsmenn árangurslausa tilraun til að bjarga skipinu. Áhöfninni, 18 mönnum,
var bjargað um borð í m.b. Skjöld er var þarna skammt frá, og flutti hann
mennina til Raufarhafnar. Af skipum, er voru á ferð hjá slysstaðnum í gordag,
sáu skipverjar nót m. b. Ragnars, svo og mikið brak úr skipinu. M.s. Ragnar var
100 smálestir að stærð. Eigandi var Egill Ragnars, Akureyri, en skipið var í
leigu Barða Barðasonar og Gunnlaugs Guðjónssonar, á Siglufirði. Skipstjóri var
Kristinn Stefánsson, M.s. Ragnar er 4. skipið, sem ferst á þessari
síldarvertíð. Farist hafa Snerrir, Einar Þveræingur og Bris.