01.05.2017 12:30
B. v. Röðull GK 518. TFPC.
B. v. Röðull
væntanlegur í dag
Í dag er von á nýsköpunartogaranum Röðli, til Hafnarfjarðar.
Eigendur Röðuls er h.f. Venus í Hafnarfirði. Skipstjóri verður Vilhjálmur
Árnason, sem áður var skipstjóri á b.v. Venus. Röðull er smíðaður hjá
skipasmíðastöð Cook Welton & Gemmell í Beverley. Togarinn verður fimm fetum
lengri, en flestir hinna nýsköpunartogaranna og verður af svipaðri stærð og
Reykjavíkurtogarinn Fylkir. Framkvæmdastjóri h.f. Venus er Loftur Bjarnason.
Morgunblaðið. 24 mars 1948.
Nýr
nýsköpunartogari
Eins og minnst var á í blaðinu í gær, bættist enn einn nýsköpunartogarinn í hópinn i gær. Var það b.v. Röðull GK 518. eign h/f Venusar í Hafnarfirði. Togarinn er að ýmsu leyti frábrugðinn öðrum, sem á undan hafa komið og því rjett að benda á helstu hreytingarnar, en þær eru; Lengdur um 5 fet, bátadekk, sem nær fram undir afturmastur, brúin lengd um 2,5 fet og með gjörbreytta innrjettingu, nýjasta tegund af radar verður sett í hann í sumar, aluminium lestarlok, og svo er ráðgert að setja kælitæki í lestar með hitamæli í brú þannig að alltaf sje hægt að halda kulda í lestinni. Lýsisbræðsla færð aftur o. fl. Röðull fjekk slæmt veður á leiðinni heim, en reyndist prýðilega, gekk hann rúmar 12 mílur með 112-115 snúningshraða á vjel, en í reynsluferð gekk skipið rúmar 13 mílur.
Morgunblaðið. 25 mars 1948.
Enn eitt
afrek íslenskra sjómanna
í síðustu Englandsferð sinni unnu skipverjar á togaranum
Röðli það afrek að bjarga enskum togara, er rak fyrir sjó og vindi. Dró Röðull
hann til hafnar í Skotlandi og mátti ekki tæpara standa að brezki togarinn
sykki ekki.
Þegar Röðull var staddur á svokölluðum Færeyjabanka heyrði hann neyðarskeyti
frá brezka togaranum Cramond Island frá Hull. Hafði vélin bilað og rak togarann
undan veðrinu, en stormur var og mikill sjógangur. Fann Röðull brezka togarann
með radartækjum og þrátt fyrir stórsjó tókst að koma vírum milli togaranna, en
meðan verið var að því rákust togararnir saman í sjóganginum og brotnaði Röðull
nokkuð aftarlega stjórnborðsmegin.
Röðull dró síðan brezka togarann til hafnar í Skotlandi, en mikill sjór
var kominn í brezka togarann og bað hann um björgunarbát, ef hann skyldi sökkva
áður en þeir næðu höfn. Til þess kom þó ekki en mátti þó ekki tæpara standa að
hann sykki.
Þjóðviljinn. 20 janúar 1949.
14
Röðulsmenn í sjúkrahúsum
Sumir
þungt haldnir
Leki í
kælitækjum orsök slyssins
Fullvíst þykir nú, að eitrunin í bv. Röðli stafi af
eiturefninu methylklóríd, sem notað er í kælikerfi skipsins. 12 menn liggja nú
í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík og 2 í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Einn
skipverja, Snæbjörn Aðils, lézt á föstudagskvöld, eins og Mbl. hefur skýrt frá.
Líðan sjúklinganna er mismunandi, en flestir eru þó taldir á batavegi. Annar
þeirra, sem liggur í Vestmannaeyjum, er enn mjög veikur. Röðull kom til
Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Leki var í kæliklefa skipsins, og var kunnugt
um hann, en hins vegar vissu menn ekki, að hann væri heilsu manna hættulegur.
Kælivélin er undir lúkarnum, en í honum voru allir þeir, sem veiktust, og
leitaði eiturmengað loftið upp þangað. Útsog er við frystivélina, en það mun
ekki hafa verið í lagi vegna þess að öryggi var bilað. Þá hafði verið lokað
fyrir innsog loftrásar í lúkarnum vegna kulda, og hefur þetta tvennt valdið
því, að andrúmsloftið spilltist svo, að stórhætta var af. Sá eini, sem veiktist
af þeim, er ekki bjuggu frammi í, var vélstjóri, sem vann að því að bæta efni í
kælikerfið, en það lak smám saman úr leiðslu.
Methylklóríd er lyktarlaust efni, sem notað er í kælikerfi í nokkrum skipum. Sé
dvalizt skamman tíma í andrúmslofti, sem er mengað því, hefur það lítil eða
engin áhrif, en sé magnið talsvert, geta menn verið að veikjast af því í
nokkurn tíma eftir að þeir hafa dvalizt í því. Eitrunaráhrifin lýsa sér einkum
í uppköstum og hiksta. Sumir fá niðurgang, og aðrir geta fengið skjálfta eða
krampa. Þá verða menn sljóir og minnislitlir, fá starandi augnaráð, verða
annarlegir og utan við sig. Sé um alvarlega og mikla eitrun að ræða, getur
eitrunin haft skaðleg áhrif á hjarta, lifur og nýru. Gegn eitruninni er unnið
með súrefni og ýmiss konar lyfjagjöf, bíkarbónati o. fl. Þeir, sem fyrir
eitruninni urðu, lágu í lúkarnum á leiðinni frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur,
og má búast við, að eitrunaráhrifin hafi þá enn aukizt. Talið er, að
sjómennirnir verði að vera töluvert langan tíma undir læknishendi, a.m.k. þeir
fjórir, sem voru fluttir tafarlaust í sjúkrahús við komu skipsins til
Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags, og þeir tveir, sem liggja í Vestmannaeyjum,
en þeir munu báðir þungt haldnir. Engin breyting mun hafa orðið á þeim, síðan
þeir komu til Eyja.
Morgunblaðið átti í gær tal við skipaskoðunarstjóra, Hjálmar R. Bárðarson. Kvað
hann hafa verið unnið að rannsóknum í bv Röðli af hálfu Skipaskoðunar ríkisins
í fyrradag og gær. Eitrunin var mæld og kælikerfið reynt. Athugunum átti að
Ijúka í gærkvöldi, og verður unnin úr þeim skýrsla, sem lögð verður fram í
sjódómi. Í Ijós hefði komið, að leki var á kælikerfinu, og það hefði
skipsmönnum verði Ijóst, enda þurfti sífellt að bæta vökva á. Hins vegar væri
það meginatriði málsins, að menn hefðu ekki gert sér grein fyrir því, að efnið,
sem notað er á kerfið, er hættulegt. Því hefði loftræsting ekki vexið sett í
gang, en frystivélin er undir vistarverum háseta og greiður aðgangur fyrir
eiturloft, sem kynni að myndast niðri, upp í lúkarinn. Eiturefnið, sem notað er
í kælikerfið, er methylklóríd.
Var það upphaflega í þeim nýsköpunartogurum, sem
komu með kælikerfi frá Bretlandi. Er það m.a. samþykkt af Lloyd's, sem löglegur
kælivökvi. Hins vegar hefur verið skipt hér um efni í mörgum togaranna, og er
nú víðast hvar notað freon 12, sem er hættulaust. Er það notað í öllum nýjum
skipum, en methylklóríd mun enn notað í nokkrum nýsköpunartogurum. Hættan af
methylklóríd er sú, að sáralítil lykt er af því, svo að menn verða þess ekki
alltaf varir í tæka tíð, ef leki kemur að kælikerfinu. Því hefur í seinni tíð
oft verið blandað svokölluðum aðvörunarmiðli í methylklóríd, þ.e. efni, sem
sterk lykt finnst af. Hefur táragas m.a. verið notað í þessu skyni til
viðvörunar.
Ef kerfið er örugglega þétt, er ekkert því til fyrirstöðu að nota
methylklóríd, þótt notkun þess hafi minnkað á síðari árum vegna
eitrunarhættunnar. Atburðirnir á Röðli stafa ekki af því, að ekki hafi verið
vitað um lekann, heldur af hinu, að menn vissu ekki um hættuna, sem af honum
gat orðið. Þegar áhöfnin tók að veikjast, datt mönnum matareitrun fyrst í hug,
en hugkvæmdist ekki að rekja orsakir veikindanna til lekans.
Skipaskoðunarstjóri gat þess að lokum, að sér væri aðeins kunnugt um eitt dæmi
þess erlendis frá, að eitrun hefði orðið af sömu orsökum.
Þess má að lokum geta, að methylklóríd hefur einnig verið notað í kælikerfi
víðar en í skipum, t.d. í kæliskápum til heimilisnotkunar. Þar er magnið þó svo
lítið, að þótt til leka komi, á hættan af því að vera sáralítil. Þó mun kunnugt
um a.m.k. eitt dæmi þess erlendis, að til smávægilegrar eitrunar hafi komið í
heimahúsum af þeim orsökum. Í frystihúsum hér er eingöngu notað ammoníak, en af
því er megn fnykur, eins og kunnugt er.
Morgunblaðið. 22 janúar 1963.