02.05.2017 08:36

Blaahvalen EA 391. LBPH / TFIE.

Síldveiðiskipið Blaahvalen EA 391 var smíðaður í Þrándheimi í Noregi árið 1876. Tré og járn. 79 brl. 125 ha. 2 þenslu gufuvél. 27,72 x 4,99 x 3,02 m. Skipið var smíðað sem línuveiðari og sjálfsagt notað sem slíkt lengi vel í Noregi. Guðmundur Pétursson útgerðarmaður og síldarsaltandi á Akureyri keypti skipið í Noregi haustið 1923. Það mun eingöngu hafa verið gert út til síldveiða eftir fiskiskýrslum að dæma. Skipstjóri var Þór Gunnlaugsson. Árið 1932 var "Bláhvalurinn", eins og skipið hét upp á íslensku, gert út af Sigurði Sumarliðasyni og fl. á Akureyri. Síðasta úthald Blaahvalen var árið 1933. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá árið 1935.

Heimild: Hagskýrslur um fiskveiðar. 1923-33.
 

Blaahvalen EA 391 að háfa síld.                                      (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
 
Blaahvalen EA 391 á Eyjafirði.                                                   (C) Snorri Snorrason.
              Skipaskráin 1923


Í fyrra gengu úr skránni skipin: »Svala«, »Haukur«, »Sterling«. 1923: »Borg«, »Ethel«, »Skjöldur«, »Esther«, »Harry«, »Worsley«, »Surprice«.
Þetta eru 10 skip og öll fremur stór. Viðbót verður: »Esja«, »Isafold« gufuskip (ómæld), »Noreg« gufuskip (ófullkomin lýsing í almanaki). Skráin minkar því um 7 skip frá því 1923. í þetta skarð mætti bæta við 1924 til þess minna bæri á fátæktinni. Mótorskipinu: »Kristian« (ex-Höken) Akureyri. Gufuskipunum: »Blaahvalen«, »Gola« (ex-Olga), »Rolf«, Ludolph Eide«, »Elín«, »Magni«, »Garðar« frá Seyðisfirði og stóra »Rolf« Krossanesi, »Hugo« og »Havdís« frá Siglufirði og fl., en í skipaskrá stjórnarráðsins finnast þessi skip ekki og í skipaskrá landsins má ekki, ef vel á að vera, taka önnur skip en þar finnast, sé skipaskrá hér, eins og annarsstað er, officiel skrá, sem ber saman við það, sem ritað er í skipastólsbækur ríkisins.

Ægir. 12 tbl. 1 desember 1923.
Sveinbjörn Egilsson.

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074614
Samtals gestir: 77508
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 18:48:00