04.05.2017 12:27

Óveður á Norðfirði.

Í norðaustan átt geta orðið mikil óveður á Norðfirði, sérstaklega ef vindáttin stendur af Norðfjarðarnípunni. Þá herðir vindhraðann þegar hann kemur niður 800 til 900 metra há fjöllin. Ég man eftir mörgum svona veðrum og oftast hefur orðið mikið tjón á mannvirkjum, skipum og bryggjunum, sem margar hverjar hurfu með öllu. Norðvestan og vestan áttin er líka slæm, þá beljast vindurinn út fjörðinn með svo miklu særoki að varla sést út úr augum. Hér eru nokkrar óveðursmyndir sem Björn Björnsson ljósmyndari á Norðfirði tók fyrir og um miðja síðustu öld.

Vestan stormur á Norðfirði um 1945. Báturinn gæti verið Björgvin NK 65.

Vestan óveður um 1940. Báturinn í bólinu er Hilmir NK 34. Bryggjan í forgrunni er Sigfúsarbryggjan og bryggjuhausinn er farinn.


Verslunarhús Sigfúsar Sveinssonar kaupmanns á Norðfirði rústir einar eftir eitt óveðrið.


Vélbáturinn Sleipnir NK 54 við bryggju í norðvestan roki á Norðfirði 4 mars árið 1950.


Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074614
Samtals gestir: 77508
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 18:48:00