06.05.2017 09:26

2699. Aðalsteinn Jónsson ll SU 211. TFAS.

Aðalsteinn Jónsson ll SU 211 var smíðaður hjá Myklebust Mekaniske Verksted A/S í Noregi árið 2001. 3.132 bt. 7.507 ha. Wartsila díesel vél, 5.520 Kw. Eigandi skipsins er Eskja h/f á Eskifirði og kom skipið fyrst til heimahafnar sinnar 7 janúar 2006. Hét áður Aðalsteinn Jónsson SU 11 en hafði heitið M. Ytterstad áður en skipið var keypt til landsins, og var gert út af Ytterstad Fiskeriselskap A/S í Lödingen, Noregi. Ég tók þessar myndir af "Alla ríka" í gær þar sem hann lá við Grandagarðinn. Hef heyrt að það sé verið að selja skipið úr landi, jafnvel til Grænlands sem nýr Qavak. En hvað sem því öllu líður, þá er þetta mjög fallegt skip.


Aðalsteinn Jónsson ll SU 211 við Grandagarð í gær.                  (C) Þórhallur S Gjöveraa. 5 maí 2017.


2699. Aðalsteinn Jónsson ll SU 211.                                      (C) Þórhallur S Gjöveraa. 5 maí 2017.


Aðalsteinn Jónsson ll SU 211.                                                (C) Þórhallur S Gjöveraa. 5 maí 2017.


Aðalsteinn Jónsson ll SU 211.                                                (C) Þórhallur S Gjöveraa. 5 maí 2017.


Aðalsteinn Jónsson SU 11.                                                 (C) Þórhallur S Gjöveraa. 19 maí 2013.


Aðalsteinn Jónsson SU 211.                                                (C) Þórhallur S Gjöveraa. 19 maí 2013.

Eskja fær glæsilegt uppsjávarfrystiskip

Glæsilegt uppsjávarfrystiskip, Aðalsteinn Jónsson SU 11, kom til heimahafnar á Eskifirði þann 7. janúar sl. Skipið sem áður hét M. Ytterstad, kom frá Noregi, en þar var það keypt af Ytterstad Fiskeriselskap AS í Lödingen. Með tilkomu þessa skips mun Eskja leggja í ríkari mæli áherslu á frystingu á loðnu og síld til manneldis, sem hefur skilað frábærum árangri hjá nokkrum hérlendum vinnsluskipum á allra síðustu árum. Aðalsteinn Jónsson SU-11 er nánast nýtt skip, hannað af Skipsteknisk AS í Álasundi, smíðað í Myklebust Mek. Verksted AS í Noregi árið 2001. Þegar skipið var afhent var það stærsta fiskiskip Noregs. Skipið er 72,40 metra langt og 14,5 metra breitt. Skipið er útbúið fyrir flakavinnslu á síld og fyrir heilfrystingu á loðnu, síld, kolmunna og makríl.
Frystigeta skipsins er 120 tonn á sólarhring. Frystirýmið er 840 rúmmetrar og RSW-tankarnir 2.100 rúmmetrar. Í skipinu eru vistarverur fyrir 23 og er allur aðbúnaður um borð fyrsta flokks. Aðalvél Aðalsteins Jónssonar er 7.500 hestafla Wärtsilä 12V32, ljósavél af gerðinni Cummins. Í brú er stór hluti fiskileitar tækja af gerðinni Furuno. Togvindurnar eru Rapp Hydema og bóg- og afturskrúfur af gerðinni Brunnvoll.
Karl Már Einarsson, útgerðarstjóri Eskju, segir að þessi kaup hafi töluverða breytingu í för með sér í rekstri fyrirtækisins. Aukin áhersla verði lögð á frystingu uppsjávarafurða til manneldis í því skyni að auka verðmæti hráefnisins. "Við höfum til dæmis ekki getað til þessa nýtt heimildir okkar í norsk-íslensku síldinni, en með þessu skipi verður breyting þar á," segir Karl Már. Hann segir að áhöfn Hólmaborgar flytjist yfir á þetta nýja skip og áhöfnin á Jóni Kjartanssyni, sem er til sölu, færist yfir á Hólmaborgina. Þorsteinn Kristjánsson verður því skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni og Jóhann Kristjánsson, bróðir hans, fyrsti stýrimaður. Hafsteinn Bjarnason er yfirvélstjóri. Stefnt er að því að átján manns verði í áhöfn. Karl segir að skipið sé í toppstandi, enda ekki nema fjögurra ára gamalt.


Ægir. 1 tbl. 1 janúar 2006.

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074614
Samtals gestir: 77508
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 18:48:00