07.05.2017 09:32

2662. Kristina EA 410. TFPO.

Kristina EA 410 var smíðuð hjá Factorias Vulcanos í Vigo á Spáni árið 1994. 7.681 Bt. 8.051 ha. Wartsila díesel vél, 5.920 Kw. Skipið hét upphaflega Kapitan Demidenko þar til í október 2004, fær þá nafnið Jason. Skipið var selt 29 nóvember 2004, H.B. Granda h/f í Reykjavík, fékk nafnið Engey RE 1. Skipið var selt í júlí 2007, Samherja h/f á Akureyri, hét Kristina EA 410. Í dag er skipið gert út af dótturfyrirtæki Samherja,  Atlantex Sp. í Póllandi. Skipið heitir Alina GDY 147 og stundar nú veiðar við strendur Máritaníu í Vestur Afríku.

Kristina EA 410 í Hafnarfjarðarhöfn 7 ágúst 2016.                                (C) Þórhallur S Gjöveraa. 


Kristina EA 410 í Hafnarfjarðarhöfn 7 ágúst 2016.                                (C) Þórhallur S Gjöveraa.


Engey RE 1 við komuna til landsins 22 maí árið 2005.                                  (C) H.B. Grandi hf.


Alina GDY 147 í Akureyrarhöfn.                                           (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


                  Engey RE 1

Nýjasta skip HB-Granda hf. kom til landsins í gær frá Póllandi og er þar um að ræða stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans. Nafn skipsins er Engey RE-1 og er það um 7.000 brúttótonn að stærð og 105 metra langt. Skipið er 20 metra breitt og með sjö þilför. Skipið er smíðað í Vigo á Spáni árið 1994 og er hið síðasta í röðinni af samtals 14 systurskipum sem voru smíðuð á árunum 1991 til 1994. Skipstjóri er Þórður Magnússon. HB-Grandi keypti skipið í nóvember og hefur það verið í umfangsmiklum breytingum í Póllandi síðastliðna mánuði.

Mbl. 23 maí 2005.

        Kristina EA 410 kemur heim

Kristina EA 410, smíðuð árið 1994, er 105 metrar að lengd og 20 metrar að breidd. Skipið er 7.805 brúttótonn að stærðStærsta skip íslenska fiskiskipaflotans Kristina EA 410 kom til hafnar á Akureyri í morgun eftir vikulanga siglingu frá Las Palmas. Skipið mun á næstu dögum halda til síldar- og makrílveiða hér við land.Samherji hf. eignaðist skipið (áður Engey RE) árið 2007 og hefur það að mestu verið í leigu síðan, við veiðar úti fyrir ströndum Afríku.
Skipstjóri á Kristinu EA er Arngrímur Brynjólfsson og í áhöfn eru 35 menn. Aflinn verður unninn um borð en skipið er búið öflugum búnaði fyrir frystingu á aflanum og einnig er fiskimjölsverksmiðja í skipinu.

Vefsíða Samherja hf.
5 ágúst 2010.

Flettingar í dag: 230
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074608
Samtals gestir: 77507
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 18:25:42