09.05.2017 21:51

742. Sigurður SI 90. TFEJ.

Sigurður SI 90 var smíðaður í Skredsvik í Svíþjóð árið 1946. Eik. 94 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Sædís h/f á Siglufirði frá 18 júní 1947. Ný vél (1958) 330 ha. Völund díesel vél. Árið 1966 var skipið endurmælt, mældist þá 88 brl. Skipið var selt 4 febrúar 1967, Sigurði Gísla Bjarnasyni í Vestmannaeyjum, skipið hét Sigurður Gísli VE 127. Árið 1971 var skráður eigandi dánarbú Sigurðar Gísla Bjarnasonar og fl. í Vestmannaeyjum. 1973 var Friðþjófur h/f í Vestmannaeyjum skráður eigandi. Skipið var talið ónýtt eftir bruna og tekið af skrá 29 nóvember árið 1974.


Sigurður SI 90.                                                                                 (C) Hafsteinn Jóhannsson.


Sigurður SI 90.                                                                                    (C) Hafsteinn Jóhannsson.


Sigurður SI 90.                                                                                    (C) Hafsteinn Jóhannsson.

       Frigg VE stjórnlaus undan brotsjó

     Sigurður Gísli VE bjargaði áhöfninni

Vélbáturinn Sigurður Gísli kom hingað í dag með 5 manna áhöfn af Vestmannaeyjabátnum Frigg VE 316, sem fékk á sig brotsjó suður af Grindavík í gær. Vél bátsins drap fljótlega á sér þegar sjór komst í olíuna og rak bátinn stjórnlaust að landi. Var báturinn aðeins um 1 mílu frá landi. Skipverjar fóru í gúmmíbát þegar vb. Sigurður Gísli VE 127 kom á vettvamg og var báturinn dreginn á milli. Gekk það vel og hélt Sigurður Gísli með mannskapinn til lands.
Varðskip reyndi síðar um daginn að ná til Friggs, en það tókst ekki og síðast þegar viltað var um bátinn, var hann á reki skammt utan við Krísuvíkurbjarg. Frigg er um 60 lestir að stærð og var hann á trolli. Skipshöfnin hélt frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur og Grindavíkur. Skipstjóri á Sigurði Gísla er Friðrik Ásmundsson frá Vestmannaeyjum, en skipstjóri á Frigg var Sveinbjörn Hjartarson.

Morgunblaðið 30 mars 1973.

Flettingar í dag: 835
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 491
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 1091250
Samtals gestir: 79492
Tölur uppfærðar: 13.1.2025 23:24:18