11.05.2017 20:33
Veitt í salt á Barða NK í Barentshafi sumarið 1994.
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í saltfisktúr á Barða NK 120 í smugunni í Barentshafi í ágúst og september árið 1994. Hann gat nú gefið sig annað slagið sá guli, en annars var reytingur eða alger ördeyða. Ég er með nokkrar myndir aðrar sem ég set inn hér á síðuna á næstunni. Eru það myndir af áhöfninni og af millidekkinu svo eitthvað sé nefnt.




Trollið tekið og aflinn vænn þorskur. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 1994.
Trollið látið fara. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 1994.
Sigurður Sveinsson bátsmaður aftur í skut, Daði Benediktsson og síðuhöfundur á góðri stundu á dekkinu á Barða NK 120. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 1994.
Gott hal á leið upp rennuna. Þórhallur S Gjöveraa. 1994.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30