18.05.2017 20:27
Bátar á Norðfirði í vetrarskrúða.
Þessa mynd tók Björn Björnsson ljósmyndari á Norðfirði af nokkrum Norðfjarðarbátum í vetrarskrúða. Ekki þekki ég þessa báta, en fallegir eru þeir þarna í snjódrífunni. Björn hefur sennilega tekið þessa mynd um miðja síðustu öld. Eftir hann liggur mikið safn ljósmynda hvaðanæva af landinu en þó mest frá Norðfirði og nærsveitum. Sannarlega ómetanlegar heimildir um mannlíf og atvinnusögu löngu liðinna tíma.

Norðfjarðarbátar í vetrarskrúða. (C) Björn Björnsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 6178
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1327
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 1436339
Samtals gestir: 92325
Tölur uppfærðar: 21.8.2025 08:57:31