31.05.2017 20:50
Gömul póstkort frá sjávarsíðunni.
Ég á svo mikið af gömlum póstkortum frá sjávarsíðunni og af landi og þjóð sem ég hef sankað að mér um tíðina. Það er vel við hæfi að byrja á myndum frá átthögunum, Neskaupstað. Neskaupstaður er einstaklega fallegur bær, svo ég tali ekki um Norðfjörð. Sannkallaðar náttúruperlur frá náttúrunnar hendi að öllum öðrum stöðum ólöstuðum. Stutt að fara í Hellisfjörð og Viðfjörð, sem Þórbergur Þórðarson gerði ódauðlegan í bókinni, Viðfjarðarundrin sem kom út árið 1943. Norðfjörður á sér mikla sögu, allt frá landnámi, eins og stendur í Landnámu,; Egill inn rauði hét maðr, er nam Norðfjörð ok bjó á Nesi út. Hans Sonr var Óláfr, er Nesmenn eru frá komnir.:


Þessi mynd er tekin á Neseyrinni við slippinn á Norðfirði árið 1965-67. Þessir ungu Norðfirðingar sen sitja við enda bryggjunnar eru, Gunnar Víkingur og Jón Ingi Benediktsson. (C) Litbrá h/f.
Smábátahöfnin í Neskaupstað um 1980. Næsta áratuginn átti svo sannarlega eftir að bætast við trilluflotann á Norðfirði, því að um 1990, voru gerðar út frá Neskaupstað eitthvað á annað hundrað trillur. Það var oft á þessum tímum sem togararnir þurftu að þræða sig í gegnum trillumergðina til að ná til hafnar í Neskaupstað. (C) Snorri Snorrason.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1291
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2965
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 1198031
Samtals gestir: 83842
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 08:19:06