02.06.2017 22:55

Trollið tekið á togaranum Júpíter GK 161 árið 1930.

Þessar myndir eru teknar af Guðbjarti Ásgeirssyni um borð í togaranum Júpíter GK 161 frá Hafnarfirði árið 1930.Þarna eru skipverjar að taka trollið inn og virðist þarna vera um nokkuð gott hol að ræða, vonandi nokkrir vænir pokar af sprikklandi rígaþorski. Það hefur oft á tíðum verið kalsasamt að standa á dekki, óvarðir fyrir veðri og sjó klukkustundum saman, hvað þá yfir vetrartímann þegar allra veðra er von hér norður við Dumbshaf. Myndir Guðbjarts af skipunum og áhöfnum þeirra, eru einhverjar bestu heimildir sem við höfum um þessa liðnu tíma í útgerðarsögu okkar.


Trollið tekið á Júpíter GK 161 árið 1930.                                           (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


Trollið tekið á Júpíter GK 161 árið 1930.                                            (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


Vænn poki á leið inn fyrir lunninguna.                                            (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


B.v. Júpíter GK 161.                                                            (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Flettingar í dag: 277
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 2672
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 973460
Samtals gestir: 69393
Tölur uppfærðar: 8.9.2024 05:00:49