22.06.2017 20:49
Minnie EA 523. LBJH / TFJI.
Minnie EA 523 var smíðuð í Holbæk í Danmörku sem skúta árið 1917. Eik og beyki. 57 brl. 60 ha. Vesta vél. Hét fyrst Úlfur RE 197 og eigandi hans var Úlfar h/f í Reykjavík. Seldur 25 mars 1929, Ingvari Guðjónssyni útgerðarmanni á Akureyri, fékk nafnið Minnie EA 523. Ný vél (1929) 120 ha. Tuxham vél. Seldur 3 desember 1940, Hlutafélaginu Minnie á Fáskrúðsfirði, hét Minnie SU 576. Seldur 30 nóvember 1944, Jóhanni Ásmundssyni og Þorvaldi Ásmundssyni á Litla Árskógssandi, hét Minnie EA 758. Seldur 5 janúar 1953, Sigurbjarti Guðmundssyni í Hafnarfirði, báturinn hét Sæunn GK 137. Talinn ónýtur og rifinn árið 1956.

Minnie EA 523 að landa síld á Siglufirði. (C) Jón & Vigfús.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 10657
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1271799
Samtals gestir: 86415
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 11:31:42