Einar þveræingur ÓF 1 var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1946. Eik. 64 brl. 150 ha. June Munktell vél. Eigendur voru Magnús Gamalíelsson og Ásgeir Frímannsson á Ólafsfirði frá 19 júlí 1946. Seinna keypti Magnús hlut Ásgeirs í bátnum. Seldur 29 september 1961, Fiskiðju Flateyrar h/f á Flateyri, báturinn hét Einar þveræingur ÍS 166. Ný vél (1961) 280 ha. MWM díesel vél. Seldur 9 nóvember 1964, Karli Jónssyni og Guðmundi Guðlaugssyni í Vestmannaeyjum, hét Stella VE 27. Seldur 13 ágúst 1968, Einari Sigurðssyni í Reykjavík, báturinn hét Álsey RE 36. Seldur 29 nóvember 1972, Júlíusi Guðlaugssyni í Kópavogi og Sigurgeir Kristjánssyni í Garðahreppi, hét Björgvin ll RE 36. 30 júlí 1976 var nafni bátsins breytt, hét þá Guðmar RE 43, sömu eigendur. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 30 desember árið 1977.
Einar þveræingur ÓF 1 við gömlu Sún bryggjuna á Norðfirði árið 1959. (C) SVN.
Fjórði áratugurinn var erfiður fyrir sjávarútveginn í
landinu. Á stríðsárunum, 1939-1945, safnaðist flestum útgerðum fé en þá var
endurnýjun skipastólsins samt nánast engin vegna þess að ófriðurinn torveldaði
samskipti þjóða. Þegar stríðinu lauk fóru því margir útgerðarmenn að huga að
endurnýjun báta sinna. Í þeim hópi var Magnús Gamalíelsson. Hann seldi báða
báta sína en lét þess í stað smíða fyrir sig nýtt skip á Akureyri. Það var
sjósett árið 1946 og skírt Einar Þveræingur ÓF 1. Hann var 64 tonn. Meðeigandi
Magnúsar var Ásgeir Frímannsson en seinna keypti Magnús hlut hans.
Morgunblaðið. 17 október 1999.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.