27.06.2017 20:15

Freyja ÍS 364. LBFH.

Freyja ÍS 364 var smíðuð í Gautaborg í Svíþjóð árið 1913. Eik. 29 brl. 70 ha. Populer vél. Eigendur voru Jóhann Þorsteinsson, Stefán Bjarnason og Ásgeir Jónsson á Ísafirði (frá 1913 ?) Ný vél (1924) 70 ha. Finnö vél. Báturinn var seldur 12 nóvember 1930, Friðbert Guðmundssyni og Gísla Guðmundssyni á Suðureyri, sama nafn og númer. Ný vél (1934) 90 ha. June Munktell vél. Ný vél (1946) 90 ha. June Munktell vél. Seldur 22 október 1953, Fiskiðjunni Freyju h/f á Suðureyri, sama nafn og númer. Ný vél (1953) 240 ha. GM díesel vél. Freyju rak á land í Súgandafirði 15 janúar árið 1957 og eyðilagðist. 
Í sjómannaalmanaki frá 1928 er skipið sagt 34 brl, smíðað í Marsdal í Noregi árið 1907. Ekki veit ég hvort er réttara, nema að þarna sé um annað skip að ræða.


Freyja ÍS 364.                                                                            (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30