10.07.2017 11:51
333. Bjarni Ólafsson GK 200. TFXM.
Bátur
brennur á Hvammstanga
Um kl. 7 árdegis í gærmorgun urðu skipverjar á Glað HU 67
varir við að reyk lagði upp úr mb. Fróða HU 10, þar sem hann lá við bryggju á
Hvammstanga. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eldur var laus í vélarrúmi
bátsins og var slökkvilið staðarins kallað út. Endanlega hafði tekizt að ráða
niðurlögum eldsins, sem einungis var neðan þilja, á tólfta tímanum en við
slökkvistarfið var beitt froðu og vatni. Báturinn er verulega skemmdur og óvíst
hvort hann fer aftur á veiðar. Eldurinn var einungis í vélarrúmi bátsins og
brann vélarrúmið að innan en eldsupptök eru ókunn. Einn maður svaf frammi í
bátnum, þegar eldurinn kom upp, en hann sakaði ekki. Fjórir bátar hafa að
undanförnu stundað rækjuveiðar frá Hvammstanga og var Fróði einn þeirra.
Rækjuveiði hefur gengið fremur illa og hjálpast þar að ógæftir og lélegri veiði
heldur en verið hefur undanfarin ár.
Morgunblaðið. 12 desember 1975.