27.07.2017 17:54

774. Sleipnir SU 382.

Sleipnir SU 382 var smíðaður í Kongshavn í Þórshöfn, Færeyjum árið 1916. 14,37 brl. 25 ha. Densil vél. Eigandi var Jón Benjamínsson útgerðarmaður á Nesi í Norðfirði frá sama ári. Báturinn var seldur árið 1926, Sveini Jónssyni, Jóni Sigurðssyni og Gísla Ingvarssyni í Vestmannaeyjum, hét Sleipnir VE 280. Seldur 1934, Gunnari Ólafssyni & Co, Guðjóni Þorleifssyni og Gísla Ingvarssyni í Vestmannaeyjum, sama nafn og númer. Ný vél (1934) 32 ha. Tuxham vél. Árið 1936 var báturinn endurbyggður og borðhækkaður í Vestmannaeyjum, mældist þá 15 brl. Seldur 1946, Sigurjóni Ólafssyni og fl. í Vestmannaeyjum, sama nafn og númer. Seldur 8 ágúst 1949, Kristni Friðrikssyni á Djúpavogi, báturinn hét Sleipnir SU 382 (sitt gamla nafn og númer). Ný vél, sama ár (1949) 40 ha. Skandía vél, árgerð 1932. Ný vél (1957) 100 ha. GM díesel vél. Seldur 16 apríl 1968, Jórunni Helgadóttur og fl. í Reykjavík, sama nafn og númer. Báturinn var talinn ónýtur 1969 og tekinn af skrá 2 október árið 1970.


Sleipnir SU 382 við bryggju á Norðfirði.                                                              Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31