05.08.2017 09:20
567. Hilmir TH 235.
Vélbáturinn
Hilmir frá Keflavík sökk í fyrrinótt
Sex manna áhöfn
bjargað
Vélbáturinn Hilmir frá Keflavík sökk í fyrrakvöld kl. 11,45
um 8 mílur norður af Eldey. Áhöfnin, 6 menn, komst í gúmmíbát og síðan var þeim
bjargað um borð í vélbátinn Freyju frá Sandgerði. Komu skipbrotsmenn heilir á
húfi til Sandgerðis um kl. 3 í fyrrinótt. Hilmir KE 18 var byggður úr eik í
Sviþjóð 1934 og var hann 18 tonn að stærð. Skipstjóri og eigandi Hilmis er
Baldur Júlíusson. Höfðu þeir verið á handfæraveiðum undanfarið og fóru til veiða
s.l. mánudag. Er þeir voru að veiðum um 7 mílur norður af Eldey um kl. 10,45 í
fyrrakvöld, urðu þeir varir við að Ijósin slokknuðu. Er nánar var að gætt, kom
í Ijós, að mikill sjór var í vélarrúmi og dugði ekki til þótt dælurnar þar væru
í gangi.
Skipverjar reyndu að bjarga bátnum með því að setja einnig í gang
dælurnar á dekki og reyndu einnig að ausa bátinn, en allt kom fyrir ekki. Var
þá stefnt til lands, en þar sem sjórinn í vélarrúmi jókst stöðugt ,var haft
samband við nærstadda báta um talstöð. Fyrst náðist samband við bát frá
Hafnarfirði, sem staddur var í 16 mílna fjarlægð. Skotið var upp neyðarblysum
frá bátnum, og hann yfirgefinn og farið í gúmmíbát kl. 11,40. Hilmir sökk síðan
kl. 11,45. Frá gúmmíbátnum var síðan skotið neyðarblysum öðru hverju og að
lokum kom vélbáturinn Freyja á vettvang og bjargaði mönnunum 6. Var þá um
klukkustund liðin síðan Hilmir sökk. Skipbrotsmenn komu til Sandgerðis um kl. 3
í fyrrinótt og hafði enginn þeirra orðið fyrir neinum meiðslum eða hnjaski.
Þeir misstu allan farangur sinn, því að ekkert rúm var í gúmmíbátnum, þótt
einhverju hefði mátt bjarga, áður en Hilmir sökk. Veður var ekki slæmt, þegar
þetta gerðist, NA 4 til 5 vindstig.
Morgunblaðið. 19 ágúst 1965.