02.09.2017 19:06
2 m. K t. Keflavík GK 15. LBST.
Áhöfnin á kútter Keflavík árið 1902. Ljósmyndari óþekktur.
Keflavík VA 16 frá Sandavogi í Færeyjum. Ljósmyndari óþekktur.
H.P. Duus
Danskir kaupmenn settu svip sinn á Keflavík á 19.öld. Duus
húsin niður við sjó þekkja allir en þau byggðu Duus fjölskyldan. Árið 1848
settust Duushjónin, Peter og Ásta Tómasdóttir Bech, að í Keflavík og Iögðu
brátt drög að einu helsta verslunar- og útgerðarstórveldi landsins. Peter Duus
var danskur og hans er getið í kjörskrá árið 1852 en þar segir að hann eigi
Keflavíkurjörðina, mestan hluta núverandi bæjarlóðar Keflavíkur, og þessu til
viðbótar jörð í Kjósarsýslu.
Duusfeðgarnir Peter og Hans Peter voru atkvæðamiklir í atvinnulífi Keflavíkur
um aldamótin 1900. Þess er getið í Sögu Keflavíkur að Duusverslun hefði oft
hjálpað fólki í harðindum og að engin mannamunur hafi verið gerður hvort heldur
viðskiptavinir hugðust staðgreiða vöruna, eða þurftu að fá hana lánaða. Þegar
Peter Duus andaðist árið 1868 tók sonur hans Hans Peter (oftast nefndur H.P.)
við fyrirtækinu ásamt tengdasyninum Daníel Johnsen. En þeir skiptu síðan eignum
fjölskyldunnar og hélt H.P. eftir m.a. eignunum í Keflavík. H.P. var einstakt
valmenni sem öllum var hlýtt til, sem honum kynntust. Hann kvæntist Kristjönu
dóttur Sveinbjöms Ólafssonar kaupmanns í Keflavík, einstakri mannkosta- og
merkiskonu.
H.P. og Kristjana Duus fluttust til Kaupmannahafnar árið 1881 qg tók þá mágur
Duus, Ólafur Ásbjörn Olavsen, við rekstri fyrirtækisins í Keflavík en H.P. rak
erindi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn. H.P. lést árið 1884 og rak Kristjana
Duusverslun um árabil eftir það. Laust eftir aldamótin fluttust aðalstöðvar
Duus til Reykjavíkur. Undir þessu nafni var drifin fræg verslun í höfuðstaðnum
og brátt varð H.P.Duus eitt helsta stórveldi í þilskipaútgerð á landinu.
Duusverslun í Keflavík hélt velli fram undir 1920 en þá var hún seld Matthíasi
Þórðarsyni frá Móum.
Víkurfréttir. 21 desember 2000.
Afdrif
kútters Keflavíkur
Sunnudaginn 7. ágúst s.l. kom Færeyingur til mín í
byggðasafnið. Er við skoðuðum gamla mynd af kútter Keflavík, sem Duusverslun
átti og Olafur A. Olafsson keypti frá Englandi, spurði ég komumann um afdrif
skipsins. Færeyingurinn tjáði mér að kútterinn hafði verið seldur til Englands
á ný. Kaupandi var skipasmíðastöðin sem smíðaði skipið, en þar var það fært í
upprunalegt horf. Í júníblaði Faxa 1970 vék ég örlítið að smíði skipsins og
sölu þess til Íslands. Skipið seldi Duus - verslun til Færeyja nál. 1929 og þar
var sett á það stýrishús og bjóðaskýli. Þannig leit það út í júlí 1969 er ég
tók af því augnabliksmynd við slæm skilyrði. Myndin birtist í júní - blaði Faxa
1970.
Skúli Magnússon safnstjóri.
Faxi. 1 nóvember 1994.