15.09.2017 21:42

Gandur NK 85.

Vélbáturinn Gandur NK 85 var umbyggður í Mjóafirði árið 1925. Fura. 5 brl. 11 ha. Alpha vél. Eigandi var Sveinn Ólafsson í Mjóafirði frá árinu 1925. Hét þá Gandur SU 343. Á því ári var báturinn endurbyggður og lengdur í Mjóafirði og mældist þá 9 brl. Seldur 31 október 1931, Magnúsi Tómassyni og Ólafi Jóni Ólafssyni í Mjóafirði. Ný vél (1932) 16 ha. Wichmann vél. Seldur 18 janúar 1941, Svavari Víglundssyni og Haraldi Hjálmarssyni í Neskaupstað, hét Gandur NK 85. Báturinn fórst í róðri 4 október árið 1942 með allri áhöfn, 5 mönnum. Getgátur voru um að báturinn hefði farist af hernaðarvöldum, en það er óstaðfest.


Gandur NK 85 í bóli sínu á Norðfirði í suðvestan roki.                            (C) Björn Björnsson.


Gandur SU 343 fyrir lengingu í Mjóafirði.                                 Mynd úr safni Gunnars Þorsteinssonar.

 Vjelbáts með fimm mönnum saknað

Vjelbáturinn Gandur frá Norðfirði fór í róður um morguninn síðastliðinn fimmtudag. Síðan hefir ekkert til bátsins spurst, en menn eru þó ekki vonlausir um að báturinn sé ofansjávar. Bátar frá Norðfirði leituðu Gands í fyrradag og í gær var skipulögð leit að bátnum. Lofaði norski flugliðsforinginn að senda flugvjelar til að leita að bátnum. Veður hefir ekki verið það slæmt við Austfirði, að óttast sje, að báturinn hafi farist, hinsvegar er ekki talið ólíklegt, að vjelarbilun hafi orðið hjá bátnum og þar sem hann hafði Ijelegan seglaútbúnað hafi hann rekið til hafs. Slysavarnafjelagið hefir gert ráðstafanir til þess, að allt verði gert sem mögulegt er til að finna bátinn ef hann er enn þá ofansjávar.
Fimm bátar leituðu í gærdag Gands, 47 sjómílur út frá landi og á alllöngu svæði. Enn fremur leituðu tvær norskar flugvjelar 60 mílur til hafs, en leitin bar engan árangur, þrátt fyrir að veður væri bjart.

Morgunblaðið. 4 október 1942.

             M.b. Gandur talinn af

Vjelbáturinn "Gandur" frá Norðfirði, er talinn af. Er leitinni að bátnum hætt. Fimm menn hafa farist með Gandi: Mennirnir voru:
Sigþór Valdimar Runólfsson, formaður, Eskifirði, lætur eftir sig ekkju og 1 barn.
Bjarni Vilhelmsson, Neskaupstað, kvæntur og átti 7 börn í ómegð.
Óskar Marvin Svendsas, Neskaupstað, ungur maður og ókvæntur.
Sigurður Jónsson, Neskaupstað, 15 ára gamall piltur.
Herjólfur Þorsteinsson, Reykjavík, lætur eftir sig ekkju og 1 barn.
Bátar hættu leitinni að Gandi á laugardagskvöld en flugvjelar hjeldu áfram leitinni á sunnudag.

Morgunblaðið. 6 október 1942.

Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30