19.09.2017 19:51
B. v. Apríl RE 151. LBMT.
Botnvörpungurinn
Apríl
Apríl heitir nýjasta viðbótin við botnvörpuflota
Reykjavíkur. Skipið nýsmíðað, í Middlesbrough á Englandi. Það er 295,19 smál.
brt. og er á stærð við þá Baldur og Braga, Thorsteinsons-botnvörpungana. Hefir
kostað 165 þús. kr. Íslandsfélagið er eigandi skipsins. Skipstjóri er Hjalti
Jónsson, stýrimaður Þorgrímur Sigurðsson og vélameistari Ólafur Jónsson.
Ísafold. 31 ágúst 1912.
Botnvörpungurinn
Apríl sektaður
Í gær um miðjan dag kom botnvörpungurinn Apríl hingað til
þess að láta sekta sig fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Valurinn hafði tekið
hann fyrir utan Ólafsvík í landhelgi og falið Hjalta skipstjóra að fara með
kæruna hingað, var hann sektaður um 1000 kr. og veiðarfæri gerð upptæk.
Ísafold. 6 nóvember 1912.