23.09.2017 20:27

Trillurnar á Norðfirði.

Þær hafa verið margar trillurnar gerðar út frá Norðfirði í gegn um tíðina, jafnt stórar sem smáar. Ég man þá tíð á Norðfirði að á árunum 1985-90 og jafnvel lengur, að á því tímabili voru gerðar út á annað hundrað trillur frá bænum. Ég man það að við vorum að landa úr þeim langt fram á kvöld og þegar síldin byrjaði í október, var það bara viðbót, það kom í okkar hlut, í frystihúsinu að landa síldinni til vinnslu í frystihúsið. Vinnutíminn var oft á tíðum 16 til 18 klukkustundir á dag. En þegar unnið er að því að bjarga verðmætum, var unnið nótt og dag til þess að bjarga því sem bjargað varð og vinnutíminn varð eftir því.


Trillur Norðfirðinga í bólum sínum. Neseyrin í baksýn. Húsin til vinstri eru verslunar og fiskverkunarhús verslunar Sigfúsar Sveinssonar. Húsið sem ber hæst er Lúðvíkshúsið. Hægra megin við það er Bátastöðin og slippurinn. Stjarnan ber í bátana í slippnum. Yst á eyrinni eru hús Dráttarbrautarinnar, en húsið sem ber í Dráttarbrautarhúsin er Þórsskúrinn. Hann var færður fyrir nokkrum árum og er nú staðsettur í fjörunni neðan við Norðfjarðarkirkju. 
(C) Björn Björnsson.
Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31