24.09.2017 16:10
Skip Skinneyjar-Þinganess í Reykjavíkurhöfn.
Fjögur skip útgerðarfélagsins Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornfirði voru saman komin í Reykjavíkurhöfn í dag. Þau eru frá vinstri talin; Þórir SF 77, Skinney SF 20, Þinganes ÁR 25 og Steinunn SF 10. Það vantar bara Jónu Eðvalds SF 200 og Ásgrím Halldórsson SF 250 í hópinn. Það mætti halda að skipin væru gerð út héðan frá Reykjavík. Sannarlega fallegur floti sem þeir eiga Hornfirðingarnir.




Skip Skinneyjar-Þinganess í Reykjavíkurhöfn í dag.
2731. Þórir SF 77.
2732. Skinney SF 20 og 2040. Þinganes ÁR 25.
2449. Steinunn SF 10. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 24 september 2017.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57