01.10.2017 23:07

Freyr ÁR 150.

Freyr ÁR 150 var smíðaður í Reykjavík árið 1916. Eik. 11,86 brl. 20 ha. Skandia vél. Tvímastraður mótorbátur með fjögur segl, kantsettur og kútterbyggður. Eigendur voru Jón Helgason á Bergi, Kristinn Gíslason í Einarshöfn, og Guðmundur Jónsson í Steinskoti, allir frá Eyrarbakka. Formaður var Jón Helgason. Freyr var gerður út frá Eyrarbakka frá árinu 1917. Ný vél (1928) 32 ha. Tuxham vél. Báturinn var gerður út frá Sandgerði flestar vertíðir. Freyr slitnaði upp frá bóli í Þorlákshöfn 28 mars árið 1940 í óveðri og stórbrimi og eyðilagðist.


Freyr ÁR 150 undir seglum.                                                              (C) Haraldur Lárusson Blöndal.


Flettingar í dag: 278
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074656
Samtals gestir: 77514
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 20:20:35