02.10.2017 21:37
859. Ingibjörg EA 363. LBFQ / TFQM.
Ingibjörg EA 363 var smíðuð í Köge í Danmörku árið 1916. Eik og fura. 43,67 brl. 80 ha. Populær vél. Eigandi var Ásgeir Pétursson útgerðarmaður og síldarsaltandi á Akureyri frá septembermánuði sama ár. Báturinn var seldur 11 desember 1916, Guðbjarti Ólafssyni, Páli Halldórssyni, Jóni Ólafssyni og Sölva Víglundarsyni í Reykjavík, fékk nafnið Höskuldur RE 191. Seldur 1926, h/f Hrogn & Lýsi í Reykjavík. Seldur 1928, h/f Bakka (Óskar Halldórsson útgerðarmaður og síldarsaltandi) í Reykjavík. Seldur 1931, Steindóri Hjaltalín á Akureyri. Ný vél (1932) 110 ha. June Munktell vél. Seldur 20 nóvember 1941, Hlutafélaginu í Gerðum, Garði. Báturinn hét Trausti GK 9. Ný vél (1949) 300 ha. G.M. díesel vél. Seldur 2 febrúar 1961, Daníel Þorsteinssyni í Kópavogi, hét Trausti KÓ 26. Ný vél (1962) 170 ha. Caterpillar díesel vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 10 apríl árið 1968.



Ingibjörg EA 363. Ljósmyndari óþekktur.
Trausti GK 9. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Trausti GK 9 í Reykjavíkurhöfn. Fjær sér í togarann Gerpi NK 106 frá Neskaupstað. Ljósm. óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 12289
Gestir í dag: 135
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1273431
Samtals gestir: 86468
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 21:42:55