08.10.2017 10:13
375. Dröfn NK 31. TFHV.
Dröfn NK 31 var smíðuð á Akureyri árið 1901 af Bjarna Einarssyni skipasmið fyrir Carl Höepfner útgerðar og verslunarmann á Akureyri. Hét fyrst Anna EA 12, smíðuð sem skúta. Eik og fura. 25 brl. Árið 1925 var sett 25 ha. Dan vél í skipið. Ný vél (1935) 90 ha. June Munktell vél. Höepfnerverslun átti Önnu lengi og gerði út til Hákarla og þorskveiða. Seld 6 september 1937, Sveini Frímannssyni á Akureyri. Seld 21 nóvember 1939, Magnúsi Gamalíelssyni á Ólafsfirði, hét Anna ÓF 5. Árið 1941 var skipið lengt á Akureyri, mældist þá 35 brl. Ný vél (1944) 170 ha. Buda díesel vél. Skipið var selt 5 janúar 1946, Björgvin Bjarnasyni, Stefáni Eiríkssyni, Eiríki Ásmundssyni, Birni Eiríkssyni og Þorleifi Sveini Guðmundssyni í Neskaupstað, skipið hét Dröfn NK 31. 29 desember 1955 voru skráðir eigendur Stefán Eiríksson, Björn Eiríksson og Þorleifur Sveinn Guðmundsson í Neskaupstað. Selt 18 febrúar 1963, Sigurði Guðnasyni og Þorfinni Ísakssyni í Neskaupstað. Dröfn slitnaði upp úr bóli sínu á Norðfirði í norðvestanroki 22 janúar árið 1968 og rak á land við innri bæjarbryggjuna og eyðilagðist.





Dröfn NK 31 á Norðfirði. (C) Úr safni Gunnars Þorsteinssonar.
Landmenn og áhöfn Drafnar í fiskaðgerð á Hornafirði. Ljósmyndari óþekktur.
Dröfn NK 31 í króknum við innri bæjarbryggjuna í janúar 1968. (C) Finnur Þórðarson.
Anna EA 12. Mynd úr Íslensk skip.
Anna EA 12 í upprunalegu útliti á Eyjafirði. (C) Hallgrímur Einarsson.
Bát rak á
land.
Norðvestanrok gerði á Norðfirði aðfaranótt mánudags.
Slitnaði þá upp af legunni v/b Dröfn og rak á land í krókinn fyrir innan innri
bæjarbryggjuna. Báturinn skemmdist mikið, er jafnvel ónýtur. Dröfn er einhver
elzti bátur landsins, keyptur hingað frá Ólafsfirði fyrir mörgum árum og hét þá
Anna. Upphaflega var báturinn smíðaður sem hákarlaskip, en var síðan umbyggður
og stækkaður í 40 tonn. Ekkert tjón annað varð af veðrinu.
Austurland. 26 janúar 1968.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 2241
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 3444
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1202425
Samtals gestir: 83893
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 23:00:34