13.10.2017 09:37
1278. Bjartur NK 121 að veiðum í Rósagarðinum.
Skuttogarinn Bjartur NK 121 að karfaveiðum í Rósagarðinum veturinn 1991. Ég gæti best trúað því að við höfum verið þarna að fiska í siglingu á Þýskalandsmarkað. Það var í febrúar það ár ef ég man það rétt. Guðmundur Knútsson, sem þá var skipverji á Stokksnesi SF 89, tók þessa mynd af Bjarti á toginu í bræluveðri. Guðmundi þakka ég kærlega fyrir þessa glæsilegu sendingu. Bjartur NK var í eigu Síldarvinnslunar hf í Neskaupstað frá árinu 1973 en var seldur til Írans í september á síðasta ári. Fallegt og gott skip Bjartur.


1278. Bjartur NK 121 að veiðum í Rósagarðinum veturinn 1991. (C) Guðmundur Knútsson.
1278. Bjartur NK 121 ný kominn úr slipp. (C) Snorri Snorrason.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1191
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1389
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 1425451
Samtals gestir: 92140
Tölur uppfærðar: 17.8.2025 19:22:14