18.10.2017 15:20
Hafaldan NK 19.
Hafaldan NK 19 var smíðuð í Sagvaag í Noregi árið 1925. 19,89 brl. 25 ha. Wichmann vél. Hét fyrst Hafaldan SU 432. Eigandi var Pálmi Pálmason á Nesi í Norðfirði frá sama ári. Báturinn kom nýr til Norðfjarðar 6 maí 1925. Seldur 1931, Verslun Konráðs Hjálmarssonar á Norðfirði, fékk þá skráninguna NK 19. Seldur 17 febrúar 1933, Benedikt Benediktssyni (Drífu-Bensa), Eiríki Guðnasyni, Magnúsi Pálssyni og Erlingi Ólafssyni í Neskaupstað. Árið 1935 keypti Benedikt hlut Magnúsar og Erlings í bátnum. Ný vél (1935) 67 ha. Wichmann vél. Árið 1942 er Benedikt Benediktsson einn eigandi bátsins. Hafaldan var seld til Færeyja í október árið 1947. Engar upplýsingar um fyrstu ár Haföldunnar í Færeyjum, en árið 1959 er hún gerð út frá Saurvogi í Færeyjum. Árið 1961 í eigu Johannesar Midjörd á Tvöroyri, Suðurey í Færeyjum, hét Havaldan TG 69. Árið 1972 í eigu Terje Westergaard í Sumba á Suðurey. 1977 var hún í eigu O. Olsen í Fuglafirði. Eftir árið 1977, virðist báturinn bera nafnið Tóra Maria FD og vera gerð út frá Fuglafirði. Hef ekki upplýsingar um afdrif Haföldunnar, en vitað er að hún var ennþá á floti á árinu 1979.


Hafaldan NK 19 á siglingu inn Norðfjörð. (C) Björn Björnsson.
Hafaldan NK 19 við bryggju og Bryggjuhús Konráðs Hjálmarssonar á Norðfirði. Maðurinn á myndinni er Vilhjálmur Benediktsson sem var verkstjóri hjá verslun Konráðs. (C) Sveinn Guðnason.

Havaldan TG 69 við bryggju á Tvöroyri í Færeyjum. (C) www.vagaskip.dk
Havaldan TG 69 við bryggju á Tvöroyri í Færeyjum. (C) www.vagaskip.dk
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57