24.10.2017 12:07
Smyrill BA 120.
Smyrill BA 120 var smíðaður í Frederikshavn í Danmörku árið 1915. Eik og fura. 9 brl. 12 ha. Glenifer vél. Eigandi var Ólafur Jóhannesson útgerðarmaður á Patreksfirði frá áramótum 1915-16. Báturinn var seldur 28 desember 1929, Sveini Kr Jónssyni á Veðrará í Önundarfirði, Magnúsi Guðmundssyni og Ragnari Jakobssyni á Flateyri, hét Smyrill ÍS 3. Ný vél (1930) 30 ha. Samson vél. 19 ágúst árið 1933 kom óstöðvandi leki að bátnum og sigldu skipverjar honum í strand á Sauðanesi við Önundarfjörð. Mannbjörg en Smyrill brotnaði það mikið að hann var talinn ónýtur eftir strandið.

Smyrill BA 120 á siglingu. Ljósmyndari óþekktur.
Báti siglt í
strand við Sauðanes
19 ágúst árið 1933 kom skyndilega mikill leki að vélbátnum
Smyrli frá Flateyri, er hann var að síldveiðum á Önundarfirði. Sigldu
skipverjar bátnum í strand hjá Sauðanesi og björguðust þeir allir ómeiddir á
land. Báturinn brotnaði það mikið við strandið að ekki var unnt að gera við
hann.
Þrautgóðir á raunastund. l bindi.
Steinar J Lúðvíksson 1969.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 11368
Gestir í dag: 114
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1272510
Samtals gestir: 86447
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 14:43:57