Þilskipið Ragnar BA 104 var smíðaður í Yarmouth á Englandi árið 1875. Eik. 34 brl. Pétur Á Ólafsson verslunar og útgerðarmaður á Geirseyri í Patreksfirði, er skráður eigandi Ragnars í september árið 1905. Verið getur að hann hafi fengið Ragnar með í kaupunum á eignum "Islandsk Handels & Fiskeri Co (I.H.F.), sem hann keypti árið 1906. Skipið sökk út af Breiðafirði 18 ágúst árið 1912 eftir árekstur við breskan togara frá Hull. Mannbjörg. Togarinn fór með skipverjana til Patreksfjarðar.
Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð eignar þessa mynd kútter Karólínu GK 19 (Íslensk skip. l bindi bls 208), en Karólína var mun stærra skip, smíðuð í Burton Stather á Englandi árið 1888 og var 87 brl. Jón hefur gengið út frá því að merkingin á segli Ragnars (CK 19) væri GK 19, en það númer bar Karólína. Hún fékk svo síðar nafnið Hafsteinn RE 111. Ég held að Ragnar hafi borið þetta númer, CK 19 áður og að hann hafi verið keyptur frá Colchester á Englandi, en hef ekki fundið neina örugga heimild fyrir því ennþá.
Þilskipið Ragnar BA 104. Held örugglega að myndin sé tekin á Patreksfirði árið 1910. (C) P.Á.Ó.
Á sunnudaginn 18. þ. m. í góðu og björtu veðri sigldi
botnvörpungur frá Hull á fiskiskipið »Ragnar« frá Patreksfirði úti fyrir
Breiðafirði. Rifnaði hliðin á Rngnari og sökk skipið þegar. Skipverjar
björguðust þó allir á botnvörpunginn og hjelt hann með þá inn til
Patreksfjarðar.
»Ragnar« var eign Pjeturs A. Ólafssonar ræðismanns á Patreksfirði og var
óvátryggður. Gekk illa með fyrstu að fá skipstjórann á botnvörpungnum til þess
að viðurkenna, að ásiglingin væri sjer að kenna og stóð vitnaleiðsla og málarekstur
um það í tvo daga. En loks gekk hann inn á að bæta skaðann, en ekki munu það
vera fullar bætur.
Vísir. 26 ágúst 1912.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.