06.11.2017 17:29
340. Björgvin NK 26.
Björgvin NK 26 var umbyggður í Bolungarvík árið 1928. Smíðastaður og ár óþekkt (Bolungarvík ?). Fura. 6 brl. 6 ha. Skandia vél. Hét fyrst Nítjánda öldin SI 19 og var í eigu Þormóðs Eyjólfssonar á Siglufirði frá (1928 ?). Seldur 30 janúar 1928, Jóni Sigurðssyni á Akureyri, báturinn hét Hróar EA 451. Ný vél (1933) 12 ha. Brunwall vél. Ný vél (1940) 17 ha. Rapp vél. Seldur 29 október 1940, Antoni Lundberg og Stefáni Höskuldssyni í Neskaupstað, fær nafnið Björgvin NK 26. Ný vél (1960) 22 ha. Kelvin díesel vél. Seldur 25 janúar 1961, Halldóri Einarssyni útgerðarmanni og sonum hans, Einari og Björgvin Halldórssonum í Neskaupstað, sama nafn og númer. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 18 apríl árið 1967.


Björgvin NK 26 með fullfermi á Norðfirði. (C) Kristinn Halldór Einarsson.
Björgvin NK 26 á siglingu á Norðfirði. (C) Þórður Flosason.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 9035
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2043831
Samtals gestir: 95093
Tölur uppfærðar: 31.10.2025 00:28:08
