18.11.2017 20:42

306. Auðunn EA 157.

Auðunn EA 157 var smíðaður hjá Slippstöðinni á Akureyri árið 1963 fyrir Kristinn Jakobsson og Garðar Sigurpálsson í Hrísey. Eik. 21 brl. 200 ha. Scania Vabis díesel vél. Seldur 28 janúar 1972, Brynjari Sigurðssyni, Sævari Sigurðssyni og Daða Eiðssyni í Grýtubakkahreppi í Suður-Þyngeyjarsýslu, hét Sævar ÞH 3. Ný vél (1974) 230 ha. Scania díesel vél. Seldur 20 maí 1977, Sverri Sigurðssyni í Bolungarvík, hét Árni Gunnlaugs ÍS 32. Seldur 21 ágúst 1980, Hrönn s/f á Ólafsfirði, hét Hrönn ÓF 58. Seldur 29 maí 1985, Fiskverkun Jóhannesar og Helga h/f á Dalvík, hét Hrönn EA 158. Seldur 30 nóvember 1994, Árna og Herði Sigurbjarnarsonum á Húsavík, heitir Knörrinn ÞH. Báturinn er gerður út sem hvalaskoðunarskip og er í eigu Norðursiglingar á Húsavík í dag.


Auðunn EA 157 á siglingu á Eyjafirði.                                                                Ljósmyndari óþekktur.


Knörrinn ÞH við bryggju á Hjalteyri.                                        (C) Þórhallur S Gjöveraa. 17 júlí 2016.

                         Knörrinn ÞH


Knörrinn var fyrsti báturinn á Íslandi til að fara í áætlunarferðir í hvalaskoðun. Hann var byggður á Akureyri árið 1963 og hefur allt tíð síðan reynst hið mesta happafley. Knörrinn hefur marga hildi háð og stóð meðal annars af sér hið fræga "apríl veður" 1963 þegar hann var mánaðargamall á veiðum norður af landinu. Í þessu sama veðri fórust bátar og skip og með þeim 16 sjómenn. 1968 var honum siglt á ísjaka á fullri ferð en það, sem og annað, stóð hann af sér og er það spurning hvort að það sé gullpeningi sem settur var undir formastrið við smíði bátsins að þakka eður ei.
Knörrinn kom til Húsavíkur árið 1994 og var endurnýjaður um veturinn. Síðan 1995 hefur Knörrinn siglt óslitið í hvalaskoðun um Skjálfandaflóa.

 

Af heimasíðu Norðursiglingar á Húsavík.

Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45