02.12.2017 08:49
Ísafold GK 481. LBFT.
Ísafold GK 481 var smíðuð í Stavanger í Noregi árið 1885 sem seglskip. Eik og fura. 35 brl. Eigandi var Halldór Andrésson á Flateyri við Önundarfjörð frá árinu 1886-87. Frá árinu 1891 er Torfi Halldórsson verslunar og útgerðarmaður á Flateyri, eigandi skipsins. Árið 1906 er Ólafur Jóhannesson & Co á Patreksfirði eigandi skipsins, hét þá Ísafold BA 102. 1909-10 er skipið komið í eigu P.J. Thorsteinssonar & Co á Bíldudal. Árið 1917 er skipið gert upp í Hafnarfirði og breytt í vélskip. Þá var sett í skipið 44 ha. Avance vél. Skipið var þá komið í eigu Verslunar Böðvarssona í Hafnarfirði, fékk þá nafnið Ísafold GK 481. Skipið var talið ónýtt og rifið í Hafnarfirði árið 1933.

Ísafold GK 481 við bryggju í Hafnarfirði. Ljósmyndari óþekktur.
Ísafold GK 481 við bryggju í Hafnarfirði. Ljósmyndari óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45