25.12.2017 09:41

Víkingur NK 41.

Víkingur NK 41 var smíðaður í Noregi árið 1928. Eik og fura. 2,7 brl. Vél ókunn. Eigandi var Lárus Ásmundsson útgerðarmaður á Norðfirði. Óvíst hvenær hann eignaðist bátinn. Báturinn brotnaði og ónýttist um árið 1935. Víkingur var bátur af hinni svokallaðri Lófótengerð, sem voru nokkuð algengir á Austfjörðum um aldamótin 1900 og eftir það. 


Víkingur NK 41 á Norðfirði.                                                                             (C) Ólafur Óskarsson.


Bátar af Lófótengerð upp í fjöru á Nesi í Norðfirði sumarið 1905. Franskur sjómaður situr á steini í fjöruborðinu.            (C) Jón J. Dahlmann.

Lófótungar á línuveiðum við Narvík í Noregi árið 1899.                                           (C) Museum Nord.


                   Lófótungar

Bátar af gömlu Lofotgerðinni, grunnir, flatbotna með há og bein stefni og niðurskorna stafna. Lófótungar voru þeir kallaðir á Austurlandi. Þeir voru kunnir þar sumstaðar um og eftir síðustu aldamótin, ýmist fjórrónir eða sexrónir. Áður fyrr voru þessir bátar algengustu fiskifleyturnar í Lofoten. Þeir voru þar kallaðir áttæringar, þó að þeir væru með 5 ræði á borð. Þeir höfðu rásegl eins og gömlu víkingaskipin.

Þorsteinn J. Víglundsson. 1953.


Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30