02.01.2018 19:43
Grótta EA 364. LBPT / TFLH.
Grótta EA 364 var smíðuð í Noregi árið 1907. Eik og fura. 47 brl. 48 ha. Alpha vél. Eigendur voru Vésteinn og Ingólfur Kristjánssynir á Framnesi við Eyjafjörð frá sama ári. Báturinn hét þá Grótta TH 204. Seldur 1915-16, Ásgeiri Péturssyni útgerðarmanni á Akureyri, hét þá Grótta EA 364. Ný vél (1932) 100 ha. Völund vél. Seldur 5 febrúar 1946, Friðfinni Níelssyni á Siglufirði, hét Grótta SI 75. Selt 7 febrúar 1957, Steingrími G Guðmundssyni á Akureyri, hét þá Grótta EA 123. Báturinn var talinn ónýtur árið 1960.
Grótta EA 364 við bryggju á Ísafirði. Báturinn greinilega á línuveiðum því uppstokkaðar línur hanga á bómunni eða einhverju tréverki út frá formastrinu. Ljósmyndari óþekktur.
Grótta EA 364 lengst til vinstri, liggur utan á gufuskipinu Jörundi EA 344. Unnið við losun og lestun á Lagarfossi l. Myndin er tekin á Torfunefsbryggjunni á Akureyri 1921. (C) Hallgrímur Einarsson.
Grótta EA 364 við bryggju á Ísafirði. Báturinn greinilega á línuveiðum því uppstokkaðar línur hanga á bómunni eða einhverju tréverki út frá formastrinu. Ljósmyndari óþekktur.
Grótta EA 364 lengst til vinstri, liggur utan á gufuskipinu Jörundi EA 344. Unnið við losun og lestun á Lagarfossi l. Myndin er tekin á Torfunefsbryggjunni á Akureyri 1921. (C) Hallgrímur Einarsson.
Talsverð
síld hefur veiðst á Grímseyjarsundi
Ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði og
Hjalteyrarverksmiðjan hafa fengið síld.
Síldveiðin er byrjuð fyrir Norðurlandi. Síldarverksmiðjur
ríkisins eru farnar að taka á móti síld. Síldveiðiskipið "Grótta" kom til
þeirra í fyrra kvöld með 550 mál af síld, sem það hafði fengið úti á Grímseyjarsundi.
Síldin var afar mögur, fitumagn hennar aðeins 7,9%, en í gærkveldi kom
Sæhrímnir með 200 mál og reyndist sú síld mikið feitari, eða yfir 10%. Fleiri
skip höfðu fengið síld á Grímseyjarsundi, þótt þau hafi enn ekki komið til
Siglufjarðar, og munu þau hafa fengið um 200 mál. Meðal þeirra voru Ólafur
Bjarnason, Stella og Garðar frá Vestmannaeyjum. Um 30-40 skip eru þegar komin
út og munu halda sig mest á Grímseyjarsundi, því að síldar hefir enn ekki orðið
vart annars staðar. Skip eru nú sem óðast að fara út og önnur að búa sig á
veiðar. Rigning og súld er hér í dag og tæplega veiðiveður, en stormur var úti
fyrir í gær.
Frá frjettaritara Alþýðublaðsins á Siglufirði.
Alþýðublaðið. 13 júní 1938.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074521
Samtals gestir: 77495
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 12:33:50