04.01.2018 07:59
Pálmi ll EA 536.
Strandferðaskipið Hekla. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1948. 1.456 brl. Úr safni mínu.
Hekla sigldi
niður fiskibát
Mannbjörg
Klukkan 20.30 í fyrrakvöld sigldi strandferðaskipið Hekla
niður vélbátinn Pálma II frá Litla-Árskógssandi, skammt innan við Hrísey. Fimm
manna áhöfn Pálma bjargaðist ómeidd í gúmbátinn og síðan upp í Heklu . Báturinn
sökk á fimm mínútum . Vélbáturinn Pálmi II. var að koma úr róðri, hafði verið á
þorskanetum út af Eyjafirði. Hann var með góðan afla. Kom hann siglandi
stefnuna frá Gjögrum og á Litla Árskógssand og fór því álinn austan við Hrísey.
Hekla var að koma frá Siglufirði og fór álinn vestan við Hrísey. Siglingaleiðir
skipanna skerast skammt sunnan við Hrísey og Pálmi hefur Hekluna á stjórnborða.
Það skiptir engum togum að skipin sigla saman og lendir stefni Heklu aftarlega
á Pálma. Fimm manna áhöfn Pálma bjargaðist í gúmmíbátinn og Hekla reyndi að
taka Pálma á síðuna og var rétt búin að koma böndum á hann er báturinn sökk.
Áhöfn Pálma var tekin um borð í Heklu. Gott veður var þegar slysið átti sér
stað og ekki orðið full dimmt.
Vélbáturinn Pálmi er 10 tonna trébátur smíðaður á Akureyri 1930. Hann er eign
Vigfúsar Kristjánssonar o. fl. á Litla-Árskógssandi. Formaður á Pálma var
Gunnlaugur Sigurðsson, Brattavöllum. Skipstjóri á Heklu er Guðmundur
Guðjónsson. Sjópróf í málinu hófust á Akureyri í gærmorgun kl. 10.30 og stóðu
enn yfir er blaðið fór í prentun.
Morgunblaðið. 8 apríl 1962.