05.01.2018 15:19
Merkúr GK 96. TFVE.
Merkúr GK 96. Þeir virðast vera með hnýsu á síðunni. Ljósmyndari óþekktur.
(C) James Cullen.
V.b. Merkúr
sökk út af Selvogi
Brezkur togari bjargaði áhöfninni
Vélbáturinn Merkúr GK-96, 53 tonn, eign Kjartans
Friðbjarnarsonar í Reykjavík, sökk í gærkveldi 8 til 9 sjómílur suðvestur af
Selvogsvita. Áhöfnin komst í gúmmíbát og var bjargað um borð í brezka togarann
Real Madrid frá Grimsby, sem kom á staðinn um klukkustund eftir að sent hafði
verið út neyðarkall, er leki var kominn að Merkúr. Þrír menn voru á bátnum, sem
stundaði lúðuveiðar. Skipstjóri var Ólafur Kristinsson frá Vestmannaeyjum.
Merkúr sendi út neyðarkall kl. 18.40 og tilkynnti þá að leki væri kominn að
bátnum og áhöfnin mundi fara í gúmmíbátinn. Mörg skip voru á þessum slóðum og
svöruðu kallinu. Real Madrid var næst og tók því mennina um borð.
Grindavíkurbáturinn Þórkatla lét þegar úr höfn og hefði verið komin á staðinn
um kl. 21, en hún sneri aftur til
Grindavíkur, er búið var að bjarga áhöfn Merkúrs.
Togarinn Karlsefni átti eftir 20 mínútna siglingu á slysstaðinn er Real Madrid
kom að. Um kl. 10 tók varðskipið Albert skipsbrotsmennina um borð og hélt með
þá áleiðis til Reykjavíkur. Var áætlað að þeir kæmu þangað um kl. 23.00 í nótt.
Morgunblaðið. 16 október 1964.