09.01.2018 13:26

Farsæll AK 59. TFXN.

Vélbáturinn Farsæll AK 59 var smíðaður í Dráttarbraut Akraness árið 1946. Eik. 66 brl. 225 ha. June Munktell vél. Eigandi var h/f Sigurfari (Bergþór Guðjónsson og fl.) á Akranesi frá 26 janúar sama ár. 19 nóvember 1958 var Fiskiver h/f á Akranesi orðinn eigandi skipsins. Farsæll var talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1962.


Farsæll AK 59 á leið til heimahafnar með nótabátanna í eftirdragi.           Ljósmyndari óþekktur.


Farsæll AK í smíðum hjá Þorgeiri & Ellert á Akranesi, haustið 1945.               Ljósmyndari óþekktur.

          Nýr bátur í viðbót við flotann

Laugardaginn 26. f. m. var hleypt af stokkunum nýjum bát hér á Akranesi, bátnum "Farsæl" eign s.f. Sigurfara. Bátur þessi er 66 tonn að stærð, byggður í dráttarbraut Akraness. Byrjað var á byggingu bátsins í janúarmánuði 1945, og lokið var við smíðina eins og fyrr greinir réttu ári síðar. Hins vegar seinkaði bátnum sökum þess að nokkuð stóð á vél í hann.
Báturinn var byggður á vegum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórnin ákvað að láta smíða bátinn, en s/f Sigurfari gekk inn í samning þann, sem bæjarstjórnin gerði við Dráttarbrautina skömmu eftir að hann var gerður. Svo sem kunnugt er hefur bæjarstjórnin gengizt fyrir því að útvega til bæjarins fleiri báta, en m/b "Farsæll" er sá fyrsti þeirra. Yfirmaður við bátasmíðina var Magnús Magnússon, Söndum. Vélaniðursetningu annaðist vélsmiðja Þorgeirs & Ellerts, raflögn Sveinn Guðmundsson rafvirki, málningarvinnu Ólafur Kristjánsson og hampþéttingu Benedikt Tómasson, Skuld.

Akranes. 5 árg. 2 tbl. 1 febrúar 1946.

Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30