11.01.2018 13:24
L. v. Sæbjörg GK 9. LCJP / TFHE.
Línuveiðarinn Sæbjörg GK 9 var
smíðuð í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1904. 159 brl. 280 ha. 3 þennslu gufuvél. Hét áður Heinrich Augustin. Eigandi
var Fiskiveiðahlutafélagið Sæbjörg í Hafnarfirði frá 2 janúar árið 1929.
Skipið var selt 16 desember 1932, h/f Draupni á Bíldudal, hét Ármann BA 7. Selt
15 júní 1937, h/f Jökli í Reykjavík, hét Jökull RE 55. Skipið var lengt í slippnum í Reykjavík í maí árið
1940, mældist þá 201 brl. Fyrsta stálskip sem lengt var hér á landi. Selt til niðurrifs árið 1956. Sæbjörg var smíðuð sem
togari en síðar breytt í línuveiðara og keyptur til landsins sem slíkur. Skipið
stundaði einnig síldveiðar hér við land.
Línuveiðarinn Sæbjörg GK 9 við komuna til landsins 9 janúar 1929. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Sæbjörg GK í heimahöfn í fyrsta sinn 9 janúar 1929. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Nýr
línuveiðari
Nýr, mikill og föngulegur línubátur, kom í gær til
Hafnarfjarðar frá útlöndum. Heitir hann "Sæbjörg". Skipstjóri verður
Ólafur Þórðarson.
Alþýðublaðið. 10 janúar 1929.
Sæbjörg GK 9 á síldveiðum. Ljósmyndari óþekktur.
Tveir línuveiðarar
til Bíldudals
Tveir línuveiðarar hafa nýlega verið keyptir til Bíldudals,
og hefir sitt fjelagið keypt hvorn. Skipshöfn beggja er í fjelögunum. Annar
línuveiðarinn er Sæbjörg, er nú heitir Ármann, hinn er línuveiðarinn Þormóður.
Morgunblaðið. 12 febrúar 1933.
Jökull RE 55 að landa síld á Siglufirði. (C) Þjóðminjasafn Íslands.
Fer l.v.
JökuII á línuveiðar við Grænland?
Línuveiðarinn Jökull frá Hafnarfirði mun verða sendur á
línuveiðar við Grænland nú á næstunni, jafnskjótt og fengist hefir samþykki
sjómannafélaganna til að skrá á skipið með sömu kjörum og á togara á
ísfiskveiðum. Beinteinn Bjarnason, útgerðarmaður í Hafnarfirði, hefir lengi
haft hug á að senda Jökul í slíkan leiðangur, en skipstjórinn, Björn Hansson,
er vanur þessum veiðiskap frá því árið 1935, er hann var fiskilóðs á lúðuskipi
Hellyers-Bros. Fenginn befir verið nýr dýptarmælir í skipið og útveguð fullkomin
lúðulóð og lúðunet. Þar eð ætla má að lifur verði lítil hefir Beinteinn ákveðið
að bæta skipverjum það upp með premíu af hverri smálest lúðu, sem veiðist.
Vísir átti tal við Beintein í gær. Kvað hann skipverja alla vera fúsa til að
fara þessa för, en ennþá hefir ekki fengist samþykki stjórnar
Sjómannafélagsins. Hefir hún tekið dræmt í þessa málaleitan Beinteins, en hann
sótti um samþykki hennar fyrir viku síðan. Er það því furðulegra, þar sem
Beinteinn ætlar að bæta skipverjum lifrarhlutinn með þyngdarpremíu af veiðinni.
Er vonandi að hægt verði að gera þennan leiðangur út hið fyrsta.
Vísir. 29 apríl 1939.
364 lúður
"Jökull" væntanlegur í dag
Línuveiðarinn "Jökull,, er á heimleið frá lúðuveiðinni vestur í Grænlandshafi, er væntanlegur í dag. Jökull veiddi alls 364 lúður og vógu þær rösk 9 tonn. Sennilega verður aflinn seldur Fiskimálanefnd og hún sendir hann svo til Englands. Verðið, sem Fiskimálanefnd gefur fyrir lúðu, er 90 aurar pr. kílóið. Ef það verður svo, að aflinn verði seldur hjer á staðnum, er ekki ósennilegt að "Jökull" fari aðra, stutta veiðiför vestur í haf.
Morgunblaðið. 20 maí 1939.
Línuveiðarinn Jökull RE 55 eftir lenginguna árið 1940. (C) Jón & Vigfús.
Aflahæsti
línuveiðarinn
Línuveiðarinn Jökull frá Hafnarfirði kom af síldveiðum fyrir Norðurlandi í fyrrinótt. Jökull mun aflahæstur af línuveiðurunum í sumar, aflaði 9.770 mál í bræðslu og 1.800 tunnur í salt.
Morgunblaðið. 15 september 1939.
Nýjung í
skipasmiði.Línuveiðarinn Jökull lengdur um 4 metra.
Það er skemtilegt að koma vestur í Slipp. Þar bylja við
hamarshögg og hávaði frá starfandi mönnum, sem beinir huganum til vinnu og
verkefna. Þessa dagana er þar nýjung á ferðinni. Á einni dráttarbraut Slippsins
er línuveiðarinn "Jökull". Það er að segja, hann er þar í tveim pörtum.
Ekki svo að skilja að skipið sje orðið flak úr sjávarháska . "Jökull " er
þar að ganga í endurnýjung lífdaganna, að verða stærri.Hann var dreginn á venjulegum skipasleða upp á brautina . En þegar þangað var
komið var skipið sagað í sundur. Og sleðinn, sem hann stóð á, var líka sagaður
í sundur og síðan var sleðaparturinn með frampartinum af skipinu dreginn 4 m.
upp eftir brautinni. Lengja á skipið um 4 metra . Það er Stálsmiðjan S.f., sem
tekið hefir að sjer þessa stækkun á "Jökli" , en milli Hamars, Slippsins
og Stálsmiðjunnar, svo og vjelsmiðjunnar Hjeðins, er mikil samvinna sem kunnugt
er. Um aðgerð þessa á skipinu hefir blaðið fengið eftirfarandi upplýsingar hjá
framkvæmdastjóra Hamars, Benedikt Gröndal. Hann skýrði svo frá : Línuveiðarinn
Jökull er eign samnefnds fjelags í Hafnarfirði. Hefir skipið verið gert út á
ísfiskveiðar í vetur og siglt með afIann til Englands.
Skipið var 159 brúttó tonn og var lestarrými
tiltölulega lítið, 53 tonn. En með því að lengja skipið um þessa 4 metra, lestar það um það bil helmingi
meira. Svo til mikils er að vinna, til þess að gera. Stálsmiðjan smíðar
plöturnar í skipið, og annast alla járnsmíði, en Slippurinn annast trjesmíðina.
Á verk þetta að taka 4 vikur, og vinna við það 20 -50 manns. Slík skipaaðgerð
hefir ekki verið gerð hjer áður. Var skipið sagað í sundur um kolahólfið, en
nýtt kolahólf verður gert í nýja partinum og lestin framan við það stækkuð.
Jökull var byggður undir eftirliti þýska Lloyds. Þegar skipum er breytt, þá er
það venja að uppdrættir af fyrirhuguðum breytingum sjeu lagðir fyrir viðkomandi
skipaeftirlit, til samþykktar. En nú voru ekki tök á því, og því fékk
umboðsmaður Lloyds hjer leyfi fyrir okkar hönd til þess að stækka skipið, með
því skilyrði að breytingin yrði lögð fyrir skipaeftirlitið til samþykktar,
þegar færi gefst á því. Dettur ykkur ekki í hug að ráðast í að byggja hjer skip
af þessari stærð ?
Vissulega, segir Gröndal. Við höfum til þess öll tæki að byggja hjer svo sem
200 tonna skip, og er þessi stækkun á Jökli spor í þessa átt. Margir hafa hjer
meiri trú á trjeskipum en járnskipum, og bera því við, að járnskipin þurfi
meira viðhald en trjeskipin. En þeir gæta ekki að því, að þessi járnskip, sem
hjer eru, eru mörg 30-40 ára gömul, en vjelbátarnir, sem eru úr trje eru mikið
yngri og þurfa þessvegna minna viðhald.
Áður en jeg hvarf úr þessu "iðjuveri " umhverfis Slippinn gengum við
Gröndal vestur í Stálsmiðju. Þar voru allmargir menn við vinnu. Þar eru hin
furðulegustu og mikilfenglegustu áhöld, eða vjelar, sem gaman er að sjá, eins
og vjel sem setur naglagöt á stálplötur með þeim ljettleik eins og þegar hníf
er stungið í smjör og annar átakaútbúnaður er á sömu vjel, sem klippir í sundur
járnplötur svo fyrirhafnarlítið sem kona klippir skæðaskinn með skærum sínum.
Þar eru valsar, sem sljetta beiglaðar stálplötur úr skipum. Þar er margt, sem
athafnamenn hafa gaman að sjá. Og þó er þetta allt of lítið, samanborið við það
sem á að vera í útgerðarbæ eins og Reykjavík, því hjer þarf að vera hægt að
byggja einn til tvo togara á ári að öllu leyti og annast allar viðgerðir og
stækkanir að auki.
Morgunblaðið. 10 maí 1940.