21.01.2018 13:01
Helena ÍS 424. LBHQ / TFBJ.
Vélbáturinn Helena ÍS 424 var smíðaður í Noregi árið 1918. Fura. 36 brl. 40 ha. Bolinder vél. Helena var fyrst í eigu Magnúsar Thorberg útgerðarmanns á Ísafirði frá árinu 1923, en þá var báturinn innfluttur. Seldur sennilega árið 1924, Jóhanni J. Eyfirðingi & Co á Ísafirði. Seldur 25 janúar 1929, Högna Gunnarssyni, Ólafi Péturssyni og Guðmundi Guðlaugssyni í Bolungarvík, báturinn hét Vigri ÍS 424. Ný vél (1930) 70 ha. Densil vél. Seldur 15 maí 1936, Magnúsi Guðmundssyni í Reykjavík, hét Gautur RE 70. Báturinn var endurbyggður 1936 og ný 90 ha. Bolinder vél var þá sett í hann. Seldur 28 febrúar 1942, Óla Konráðssyni, Konráð Sigurðssyni og Þorvaldi Guðjónssyni á Akureyri, hét Gautur EA 669. Seldur 22 nóvember 1944, Sveini Frímannssyni og Agli Sigurðssyni á Akureyri, sama nafn og númer. Ný vél (1946) 135 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 21 desember 1951, Pétrínu Jónsdóttur í Keflavík, hét Sæborg EA 669. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1955.
Það má geta þess að það var Gautur EA 669 sem bjargaði áhöfninni á vélbátnum Einari þveræing EA 537, þegar hann brann og sökk út af Hraunhafnartanga 24 júlí árið 1947.

Helena ÍS 424 á Ísafirði. (C) M. Simson.

Helena ÍS 424 á síldveiðum. Mynd úr Íslensk skip.
Það má geta þess að það var Gautur EA 669 sem bjargaði áhöfninni á vélbátnum Einari þveræing EA 537, þegar hann brann og sökk út af Hraunhafnartanga 24 júlí árið 1947.
Helena ÍS 424 á Ísafirði. (C) M. Simson.
Helena ÍS 424 á síldveiðum. Mynd úr Íslensk skip.
Loðnuveiðar
í Faxaflóa
á vertíðinni 1938
Hinn 22. febrúar fréttist hingað, að loðna væri komin til
Vestmannaeyja og næstu daga var hún komin í Miðnessjó og inn í Faxaflóa.
"Dagsbrún" RE. 47 og "Gautur" RE. 70, voru gerðir út á loðnuveiðar og
seldu beitu í Keflavík og víðar og allir bátar höfðu loðnuháfa. Aflaðist vel á
hana, en slæmt sjóveður dró mjög úr veiði. Síðustu daga febrúarmánaðar var
loðna komin um allan flóann og mikill afli. M/b. "Þráinn" NK. 70 var á
loðnuveiðum og seldi Sandgerðisbátum beitu, sömuleiðis "Aðalbjörg" RE. 5,
um tíma, sem flutti loðnu til Akraness og seldi þar.
Ægir. 4 tbl. 1 apríl 1938.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30