04.02.2018 08:19

2940. Hafborg EA 152. TF..

Hafborg EA 152 var smíðuð í Szczecin í Póllandi og Hvide Sande í Danmörku árið 2017. 283 bt. 653 ha. Yanmar díesel vél, 481 Kw. Skipið er 24,94 m. á lengd, 8 m. á breidd og djúprista þess er 6,3 m. Eigandi skipsins er Hafborg ehf á Akureyri en heimahöfn skipsins er í Grímsey. Óska eigendum, áhöfn og öllum Grímseyingum til hamingju með nýja skipið.
Það var Haukur Sigtryggur Valdimarsson á Dalvík sem sendi mér í fyrrakvöld myndirnar af Hafborginni við komuna til Dalvíkur hinn 31 janúar síðastliðinn. Þakka ég honum enn og aftur fyrir afnotin af myndunum hans.


2940. Hafborg EA 152 leggst við bryggju á Dalvík.                  (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2940. Hafborg EA 152 í Dalvíkurhöfn.                                    (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2940. Hafborg EA 152.                                                            (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2940. Hafborg EA 152.                                                                (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2940. Hafborg EA 152.                                                             (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


              Ný Haf­borg EA í flot­ann

Haf­borg EA 152, nýr bát­ur út­gerðarfé­lags­ins Haf­borg­ar ehf. í Gríms­ey, kom til hafn­ar á Dal­vík í fyrrakvöld eft­ir sigl­ingu frá Dan­mörku. Skipið leys­ir af hólmi annað með sama nafni en er raun­ar fjórða Haf­borg fyr­ir­tæk­is­ins, sem gert hef­ur út frá Gríms­ey í þrjá ára­tugi.
Dönsk skipa­smíðastöð, í Hvi­de Sand, sá um smíði skips­ins. Dan­irn­ir létu reynd­ar smíða skrokk­inn í Póllandi, eins og þeir eru van­ir. Þar var sett aðal­vél, ljósa­vél og gír í skipið og það síðan dregið til Dan­merk­ur þar sem verk­efnið var klárað. 
Nýja Haf­borg er 284 brútt­ót­onn, 26 metr­ar að lengd og átta metra breið. "Hún er tölu­vert stærri en sú gamla sem var mæld 60 brútt­ót­onn."

Mbl.is 2 febrúar 2018.

Flettingar í dag: 221
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074599
Samtals gestir: 77505
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 17:21:51