04.02.2018 08:19
2940. Hafborg EA 152. TF..
Það var Haukur Sigtryggur Valdimarsson á Dalvík sem sendi mér í fyrrakvöld myndirnar af Hafborginni við komuna til Dalvíkur hinn 31 janúar síðastliðinn. Þakka ég honum enn og aftur fyrir afnotin af myndunum hans.
Ný Hafborg EA í flotann
Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar
ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík í fyrrakvöld eftir siglingu frá
Danmörku. Skipið leysir af hólmi annað með sama nafni en er raunar fjórða Hafborg fyrirtækisins,
sem gert hefur út frá Grímsey í þrjá áratugi.
Dönsk skipasmíðastöð, í Hvide Sand, sá um smíði skipsins. Danirnir létu
reyndar smíða skrokkinn í Póllandi, eins og þeir eru vanir. Þar var sett
aðalvél, ljósavél og gír í skipið og það síðan dregið til Danmerkur þar sem
verkefnið var klárað.
Nýja Hafborg er 284 brúttótonn, 26 metrar að lengd og átta metra breið.
"Hún er töluvert stærri en sú gamla sem var mæld 60 brúttótonn."
Mbl.is 2 febrúar 2018.