12.02.2018 18:49

Hrólfur Helgason SU 352. (kraki)

Hrólfur Helgason SU 352 var smíðaður á Norðfirði af Sveini Bjarnasyni bónda og bátasmið í Viðfirði árið 1906 fyrir Magnús Hávarðsson, Jón Sveinsson og Grím Þorsteinsson, allir búsettir á Tröllanesi á Norðfirði. Eik. 6,40 brl. 10 ha. Gideon vél. Hrólfur var fyrsti þilfarsbátur sem smíðaður var á Norðfirði. Árið 1920 er báturinn umbyggður á Norðfirði og virðist hafa verið stækkaður, því í sjómannaalmanaki Fiskifélags Íslands frá árinu 1927, er hann skráður 8 brl. Ný vél var einnig sett í hann á sama tíma (1920),14 ha. Alpha vél. Árið 1929 þegar Nesþorp fær kaupstaðarréttindi (Neskaupstaður), fær Hrólfur skráningarnúmerið NK 3. Árið 1930 brotnaði vélin í honum og eyðilagðist og var báturinn ekki gerður út eftir það. Mun Hrólfur hafa drabbast niður fljótlega og eyðilagst.
Nafn bátsins er komið frá Hrólfi Helgasyni konungi sem hafði viðurnefnið "kraki". Síðar var báturinn ýmist nefndur Hrólfur "kraki" eða bara "kraki". 


Vélbáturinn Hrólfur Helgason SU 352 við bryggju á Norðfirði.                           Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 11267
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1272409
Samtals gestir: 86444
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 14:21:54