14.02.2018 18:01
Reykjavíkurhöfn í dag.
Það var frekar kuldalegt um að litast í höfninni í dag, en sjálfsagt verið skárra en víðast hvar annarsstaðar á landinu. Einmuna leiðinleg brælutíð og fátt um fína drætti síðustu daga, og þó, þau tóku sig nú vel út skip H.B. Granda h/f við bryggju í dag, Engey RE 1, Höfrungur lll AK 250 og Akurey AK 10, enda glæsileg skip þarna á ferð.


2890. Akurey AK 10 við bryggju í Örfirisey. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 14 febrúar 2018.

2889. Engey RE 1 við Grandagarð. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 14 febrúar 2018.
2890. Akurey AK 10 við bryggju í Örfirisey. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 14 febrúar 2018.
Tvær kynslóðir togara. Höfrungur lll AK 250 og Akurey AK 10 við bryggju í Örfirisey.
(C) Þórhallur S Gjöveraa. 14 febrúar 2018.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 6178
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1327
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 1436339
Samtals gestir: 92325
Tölur uppfærðar: 21.8.2025 08:57:31