10.03.2018 14:29
E. s. Muggur. LBQT.
Gufuskipið Muggur var smíðað í Þýskalandi árið 1897. Stál. 75 brl. 150 ha. 2 þennslu gufuvél. Eigandi var P.J. Thorsteinsson & Co á Bíldudal frá 24 apríl 1898. Selt til Noregs og tekið af skrá 2 janúar árið 1901.
Árið 1898 keypti Pétur lítið gufuskip. Það skip skírði hann gælunafni sonar síns, Muggs. Pétur gerði skipið út á doríuveiðar með lóðir og var sá veiðiskapur nýmæli hér við land. Þessi veiðiskapur hentaði vel á fiskibönkunum við Nýfundnaland og Labrador, þar sem veður er stillt, en á Íslandsmiðum var þessi tilraun dæmd til að mistakast. Dönsku skipstjórarnir voru heldur ekki öflugustu mennirnir til að gera þá tilraun arðbæra, og mun Pétur hafa gefist upp á þessari nýbreytni eftir eitt sumar. Muggur komst þá í íslenska fiskveiðisögu sem fyrsta gufuskip Íslendinga, sem gert var út til lóðaveiða, en Súlan, sem Konráð Hjálmarsson gerði út frá Mjóafirði austur, hið næsta. Pétur mun hafa notað Mugg nokkuð til flutninga en seldi hann eftir tvö ár úr landi.


Árið 1898 keypti Pétur lítið gufuskip. Það skip skírði hann gælunafni sonar síns, Muggs. Pétur gerði skipið út á doríuveiðar með lóðir og var sá veiðiskapur nýmæli hér við land. Þessi veiðiskapur hentaði vel á fiskibönkunum við Nýfundnaland og Labrador, þar sem veður er stillt, en á Íslandsmiðum var þessi tilraun dæmd til að mistakast. Dönsku skipstjórarnir voru heldur ekki öflugustu mennirnir til að gera þá tilraun arðbæra, og mun Pétur hafa gefist upp á þessari nýbreytni eftir eitt sumar. Muggur komst þá í íslenska fiskveiðisögu sem fyrsta gufuskip Íslendinga, sem gert var út til lóðaveiða, en Súlan, sem Konráð Hjálmarsson gerði út frá Mjóafirði austur, hið næsta. Pétur mun hafa notað Mugg nokkuð til flutninga en seldi hann eftir tvö ár úr landi.
Gufuskipið Muggur. Ljósmyndari óþekktur.
Bíldudalur sumarið 1886. Mynd úr safni mínu.
Gufuskipið "Muggur"
Gufuskipið "Muggur", eign hr kaupmanns P. J.
Thorsteinssonar & Co á Bíldudal, er nú þegar byrjaður fiskiveiðar, kvað
hann jafnan veiða á eða nærri Bolungarvíkurmiðum, og beita þar niður lóðir með
nýrri síld. Þykir Bolvíkingum þetta slæmur gestur, og segja hann spilla fyrir
veiðum almennings hér, þar sem enginn hafi slíka beitu að bjóða.
Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi. 16 febrúar 1899.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30