17.03.2018 08:33
616. Jón Guðmundsson KE 4. TFNY.
Fimmti nýi
báturinn til Keflavíkur
Keflavík, 4. apríl. Nýr bátur kom í morgun til Keflavíkur,
Jón Guðmundsson KE 4. Hann er smíðaður í Travemunde í Þýzkalandi eftir
teikningu Tryggva Gunnarssonar frá Akureyri. Í bátnum er 400 ha. Mannheim
dieselvél og öll nýjustu og beztu tæki til siglinga og fiskleitar.
Skipið reyndist mjög vel á heimleið. Skipstjóri er Arnbjörn Ólafsson, sonur
Ólafs Lárussonar eiganda bátsins, og verður hann einnig fiskiskipstjóri. Hann
fer á netaveiðar á morgun. Þetta er 5 nýi báturinn, sem kemur til Keflavíkur á
þessari vertíð.
Morgunblaðið. 12 apríl 1960.
616. Jón Guðmundsson KE 4. Líkan Gríms Karlssonar. (C) Þórhallur S Gjöveraa.
616. Stefán Rögnvaldsson EA 345. (C) Hafþór Hreiðarson.
616. Markús ÍS 777. (C) Jón Steinar Sæmundsson.
Markús ÍS
sökk í Flayteyrarhöfn
Trébáturinn Markús ÍS sökk í Flateyrarhöfn aðfararnótt
sunnudags en lensidæla skipsins var ekki í gangi. Guðmundur M. Kristjánsson,
yfirmaður hafna Ísafjarðarbæjar, segir bátinn á ábyrgð eigenda sinna og var
hann í þeirra umsjá. Reyna átti að ná bátnum upp á þriðjudag. Markús er gamall
trébátur sem var smíðaður árið 1960 og hefur ekki verið gerður út í nokkurn
tíma.
Bæjarins besta. 8 ágúst 2013.
616. Markús ÍS 777 sokkinn í höfninni á Flateyri. (C) Páll Önundarson.
Markús ÍS
sökk út af Sauðanesi
Þann 19. september 2013 var Markús ÍS 777 í drætti við
Sauðanes. Veður: NV 8 m/sek. Það var Kristbjörg ÍS 177 sem var á leiðinni með
Markús ÍS frá Flateyri til Ísafjarðar en þar átti hann að fara í niðurrif.
Þegar bátarnir voru staddir út af Sauðanesi slitnaði dráttartaugin og eftir
nokkurn tíma tókst að koma annarri taug á milli þeirra aftur en þá var Markús
ÍS orðinn talsvert siginn. Fljótlega eftir að lagt var að stað aftur sökk
Markús ÍS á stað 66°06'52N og 23°40'17V. (Markús ÍS sökk við bryggjuna á
Flateyri þann 3. ágúst 2013 eftir að hafalegið þar síðan í mars 2012). Málið
hefur ekki verið tekið fyrir.
Rannsóknarnefnd sjóslysa.