30.03.2018 06:38
B. v. Úranus RE 343. TFUG.
Ýmsar breytingar voru gerðar á teikningu togarans, s.s. settur á skipið pólkompás sem staðsettur var framan á brúnni, pokabómur festar upp undir salningu. Þær vísuðu þá lárétt út þegar pokinn var hífður út og náði lengra en venjulegar bómur sem vísuðu skáhallt upp og voru festar neðarlega á mastrið. Úranus var jafnframt fyrsti togarinn sem smíðaður var með hærri lunningar sem náðu aftur að svelgnum. Áður höfðu togarar Tryggva, Neptúnus og Marz fengið hækkaðar lunningar en þær náðu aðeins aftur fyrir vantinn.
Ég hef fengið í hendurnar mikið safn mynda sem Atli Michelsen fyrrum skipverji á Úranusi tók þar um borð af skipsfélögum sínum og mörgu öðru. Eru þetta ómetanlegar heimildir um sögu Nýsköpunartogaranna. Ég mun birta þær hér á síðunni á næstunni. Þakka ég Atla kærlega fyrir afnot myndanna.
Úranusi
hleypt af stokkunum
Í gær var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Alexander
Hall í Aberdeen, nýsköpunartogaranum Úranus RE 343. "Úranus" er af minstu
gerð nýsköpunartogaranna, 175 fet á lengd. Eigandi hans er h.f. Júpíter hjer í
Reykjavík, en framkvæmdastjóri fjelagsins er Tryggvi Ófeigsson. Var hann
viðstaddur athöfnina, ásamt dóttur sinni, Herdísi, er Skýrði skipið.
Morgunblaðið. 6 október 1948.
B.v. Úranus RE 343 í smíðum hjá Alexander Hall í Aberdeen veturinn 1949.
Mynd úr safni Hafliða Óskarssonar.
B.v. Úranus RE 343 nýsmíðaður hjá Alexander Hall í Aberdeen. Ljósmyndari óþekktur.
Úranus kemur
í dag
Í dag kemur nýsköpunartogarinn Úranus hingað til lands. Er
þetta næst síðasti togarinn, sem samið var um smíði á. Úranus er eign h.f.
Júpíters hér í Reykjavík. Skipstjóri er hinn kunni aflamaður Bjarni
Ingimarsson. Einn togari, utan tveggja dieseltogara, er enn í smíðum í Englandi
og er það Svalbakur, sem bojarútgerð Akureyrar á.
Vísir. 5 apríl 1949.
B.v. Úranus RE 343 að landa afla sínum í Hull. (C) Hull Daily Mail.
Úranus seldi
í gær í fyrsta sinn
Nýjasti eimtogari Íslendinga, Úranus, seldi afla sinn í
fyrsta sinn í Englandi gær. Afli togarans var 4.715 kit eftir 15 daga veiðiför
hér við Iand og seldist fyrir 15.241 sterlingspund. Skipstjóri á Úranusi er
Bjarni Ingimarsson, einn fengsælasti skipstjóri togaraflotans. Markaður í
Englandi er lélegur um þessar mundir á karfa og ufsa, en góður á öðrum
fisktegundum. Í þvi sambandi má geta þess, að í byrjun desember á s.l. ári féll
fiskverðið í Englandi og Þýzkalandi um 2/6 sh. Þýðir það nálægt 600 punda lægri
sölu á sama magni og Úranus seldi að þessu sinni. Lætur nærri, að ef togararnir
ganga allt árið, þýði þessi lækkun um 200 þúsund króna lægri sölur.
Vísir. 30 apríl 1949.
Landað úr togaranum Úranusi RE á sjötta áratugnum. Hluti aflans er verið að spyrða á bryggjunni.
B.v. Úranus RE 343 með trollið á síðunni. Á myndinni sést hvað pokabóman var staðsett hátt í mastrinu. (C) Sigurgeir B Jónasson.
Óttast
er um "Úranus" á Nýfundnalandsmiðum
Síðast heyrðist til hans á sunnudagskvöld
Ofsaveður
hamlar leit skipa og flugvéla
Tekið er að óttast um
Reykjavíkurtogarann Úranus, sem að undanförnu hefur verið að veiðum á
Nýfundnalandsmiðum, en þangað fór hann 28. desember. Á Úranusi er 28 manna
áhöfn, skipstjóri er Helgi Kjartansson , en eigandi togarans er Júpiter h.f.
Ekki hefur heyrzt til togarans síðan á sunnudagskvöld . Hafði togarinn Þormóður
goði samband við Úranus síðast klukkan 10. Engir aðrir íslenzkir togarar voru
þá á Nýfundnalandsmiðum, en togararnir Pétur Halldórsson og Þorsteinn
Ingólfsson sigldu fyrir nokkru áleiðis þangað vestur, en sneru við er þeir áttu
200 mílur ófarnar á miðin vegna slæmrar veðurspár og frosta. Þeir Úranus og
Þormóður goði héldu heimleiðis af miðunum á laugardagskvöld. Þormóður var í gær
rúmlega hálfnaður heim, því kl. 2 í gær barst Bæjarútgerð Reykjavíkur skeyti
frá honum þar sem sagði, að skipið væri þá komið 664 mílur áleiðis, en því
miðaði hægt vegna veðurs.
Kanadiski flugherinn var beðinn aðstoðar og er hann þess albúinn að hefja leit
að Úranusi. Bandaríska strandgæzlan hefur líka sent skip á vettvang. Þá hefur
Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna hér greint frá, að allar herflugvélar
Bandaríkjamanna á leið milli Keflavíkur og Bandaríkjanna muni hlusta vel í
loftskeytatæki sín og þær, sem verði yfir leitarsvæðinu í björtu muni svipast
um eftir togaranum. Í gærkveldi símaði fréttaritari Mbl. í St. Johns á
Nýfundnalandi, eftirfarandi: Bandaríska strandgæzluskipið "Half Moon" er
að nálgast aðalleitarsvæðið, um 70 mílur undan norðausturströnd Nýfundnalands,
eða 100 mílur fyrir norðan Gander. Aðeins eitt annað skip er á þessum slóðum,
eftirlitsskipið "Charlie", einnig frá strandgæzlunni. Enn er beðið veðurs
svo að leit geti hafizt úr lofti, því veðrið á leitarsvæðinu er enn slæmt.
Vindhraðinn í dag var þar 65 mílur á klst. og sagður stórsjór. Í dag voru öll
skip á nálægum slóðum látin vita af leitinni og flugvélar úr björgunardeild
kanadíska flughersins stóðu til taks í herstöðvunum Argentia og Torbay á
Nýfundnalandi og Goose Bay á Labrador.
Talið er að síðast hafi heyrst frá Úranusi sunnudaginn 10. janúar kl. 4,50,
(Nýfundnalandstími), en þá sagði hann að veðrið væri mjög slæmt.
Morgunblaðið. 13 janúar 1960.
B.v. Úranus RE 343 á toginu. (C) Sigurgeir B Jónasson.
Úranus
fundinn og skipshöfn hans heil á húfi
Senditæki togarans voru biluð
Úranus er fundinn. Ég var að hlusta á samtal
björgunarflugvélarinnar við Þormóð goða núna á stundinni. Það er allt í lagi
hjá þeim á Úranusi nema talstöðin. Þeir eru á leiðinni heim. Þannig frétti Mbl.
hin miklu gleðitíðindi kl. rúmlega 5 í gær. Togari, sem ekkert hafði heyrzt til
síðan á sunnudagskvöld var kominn fram og var á heimleið með skipshöfn sína
heila á húfi. Það var Karl Sigurðsson, aðstoðarbryti á Gullfossi, sem hringdi
fréttina til blaðsins. Hann hafði setið við útvarpstæki sitt og reynt að fylgjast
með fréttum af leitinni af Úranusi.
Rétt á eftir bárust blaðinu fregnir af samtölum milli skipverja á Þormóði goða
og vandamanna heima í Reykjavík. Þormóður goði: Þeir eru búnir að finna hann.
Kona í Reykjavík: Eru þeir búnir að finna hann, guði sé Iof. Þormóður goði: Já,
hann er tæpum 200 mílum á eftir okkur. Konan: Ó, hvað það er dásamlegt.
Þormóður goði: Það voru eitthvað biluð hjá honum senditækin og hann getur ekki
látið til sín heyra, en það virðist allt vera í lagi hjá honum. Konan: Almáttugur
guð, hvað maður er búinn að vera hræddur.
Slík voru fyrstu viðbrögð fólksins í landi við gleðitíðindunum. Heit
fagnaðarbylgja fór um alla Reykjavík, þegar fregnin barst út um bæinn. Í hinum
gamla sjómannabæ ríkti síðara hluta dags í gær djúp og þakklát gleði meðal
almennings. Á heimilum sjómannanna á Úranusi snérist nagandi kvíði og óvissa
upp í einlægan fögnuð og tilhlökkun til heimkomu ástvina, frænda og vina. Það
var flugvél frá varnarliðinu, sem fann skipið kl. 16.45 í gær, en með henni
voru tveir menn frá Landhelgisgæzlunni, Guðmundur Kærnested og-Guðjón Jónsson.
Var skipið þá um 195 mílum á eftir Þormóði goða, statt á 57,58 gr. norður
breiddar og 33,45 gr. vestur lengdar. Voru loftskeytatæki skipsins í ólagi, en
skipverjar gáfu merki um að allt væri í lagi, og óskuðu ekki aðstoðar. Úranus
var síðdegis í gær, er hann fannst, í norðurjaðri storm svæðisins á þessum
slóðum, en þaðan og heim var hæg austanátt. Mun skipið hafa verið ca. 490 mílur
frá Reykjanesi og kemur væntanlega heim á föstudag eða laugardag. Er skipið
fannst, hafði ekki náðst samband við það í hátt á þriðja sólarhring. Kl. 22.30
á sunnudagskvöld hafði Þormóður goði samband við Úranus, en þá voru bæði skipin
komin á heimleið af Nýfundnalandsmiðum. Veður fór þá vaxandi, komin 10 -11
vindstig.
Er Þormóður goði náði ekki sambandi við Úranus á mánudag, var
loftskeytastöðinni tilkynnt um það og bandaríska strandgæzlan og kanadíski
flugherinn beðinn um aðstoð. Hófu strandgæzluskip og síðan flugvélar leitina,
en leitarskyggni fyrir flugvélar var slæmt. Var leitað miklu vestar en togarinn
reyndist vera, þar eð fyrst og fremst var svipazt um eftir honum þar sem síðast
hafði til hans heyrzt. Hafði Úranus lagt að baki meira en helming leiðarinnar
heim síðdegis í gær. Flugvélar á leið yfir hafið höfðu einnig hlustað í
loftskeytatæki sín, og Hekla, flugvél Loftleiða var búin að búa sig undir að
leggja lykkju á leið sína og svipast um eftir Úranusi í gær. Skipshöfnin á
Úranusi í þessari veiðiferð voru:
Helgi Kjartansson, skipstjóri, Holtsgötu 22.
Jóhannes Sigurbjörnsson, 1. stýrimaður, Víðimel 23.
Ægir Egilsson, 2. stýrimaður, Stangarholti 16.
Viggó E. Gíslason, 1. vélstjóri, Mávahlíð 24.
Sveinbjörn Helgason, 2. vélstj., Mánagötu 19.
Hlöðver Magnússon, 3. vélstj., Knoxbúðum E-22.
Þórður Jónasson, loftskeytamaður, Nökkvavogi 3.
Hálfdán Ólafsson, 1. matsv., Bergstaðastræti 45.
Ægir Gíslason, 2. matsveinn, Skúlagötu 64.
Einar Sigurðsson, kyndari, Múlabúðum 20.
Þorbjörn Friðriksson, kyndari, Vesturgötu 26.
Kristinn Guðmundsson, bátsmaður, Ásgarði 53.
Birgir Egilsson, netamaður, Stangarholti 16, bróðir Ægis, 2. stýrimanns.
Haraldur Ragnarsson, netamaður, Snorrabraut 40.
Joachim Kaehler, þýzkur maður til heimilis í Þjóðminjasafnsbyggingunni.
Hreiðar Einarsson, háseti, Barmahlíð 37.
Ólafur Jónsson, háseti, Stykkishólmi.
Pétur Hraunfjörð, háseti, Heimahvammi, Blesugróf.
Sigurður Jóhannsson, háseti, Bakkag. 2.
Halldór Magnússon, háseti, Mel, Breiðholtsvegi.
Hörður ívarsson, háseti, Vesturgötu 26A.
Ágúst Guðjónsson, háseti, Akurgerði 3.
Bræðurnir Guðmundur og Ívar Steindórssynir, Teigi, Seltjarnarnesi.
Jurgen Scheffer, háseti, Laugavegi 68.
Uwe Eggert, háseti, Selás 6.
Konrad Braun, til heimilis í Aachcen, V-Þýzkalandi.
Morgunblaðið. 14 janúar 1960.
B.v. Úranus RE 343 heldur til hafs úr Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndari óþekktur.B.v. Úranus RE 343 við bæjarbryggjuna í Neskaupstað sennilega árið 1973. Lengst til vinstri sést í skorstein 1137. Barða NK 120. Utan á bryggjunni er 1278. Bjartur NK 121 sem nýlega er kominn heim eftir 49 sólarhringa siglingu frá Niigata í Japan. Ljósmyndari óþekktur.
B.v. Úranus RE 343 eftir brotið sem hann fékk á sig suðaustur af Færeyjabanka í febrúar árið 1962. Mynd úr safni Hafliða Óskarssonar.
Íslenskir
togarar í óveðri
Brotsjór tók bátana og laskaði Úranus
Norðaustan stormur og óveður hefur geisað suðaustur af Færeyjabanka, eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu og skip lent þar í miklum erfiðleikum. Nokkrir íslenzkir togarar hafa verið á ferðinni á þessum slóðum og þremur þeirra hlekkzt á. Úranus missti bátana í brotsjó og fleira brotnaði ofanþilja, stýrið á Júní skemmdist er það var á leið norsku skipi til hjálpar og smávægileg bilun varð hjá Skúla Magnússyni. Ekki er getið um í skeytum að neitt hafi orðið að mönnum og öll eru skipin á heimleið. Ekkert mun hafa orðið að öðrum togurum á þessum slóðum. Veðrið var í gær að ganga niður.Kl. 6 á föstudagsmorgun fékk Úranus á sig brotsjó, er skipið var statt 250 sjómílur suðaustur af Færeyjum á heimleið. Í skeyti til útgerðarfélagsins, sem var 12 tíma að komast til viðtakanda, var sagt að Úranus hefði misst báða björgunarbátana, og tvo gúmmíbáta, allar bátauglur séu stórskemmdar og ónýtar, loftventill yfir kyndistöð gjörónýtur, reykháfur mikið doldaður, ein plata á vélarrist dælduð, en aðrar sýnilegar skemmdir ekki stórvægilegar. Útgerðarfélagið Júpiter h.f. sendi Úranusi fyrirspurn um það hvernig veður væri. Kom svar í fyrrinótt, þar sem sagði að veður færi batnandi og Úranus væri kominn á Færeyjabanka og virtist allt í lagi með ferð skipsins. Jafnframt lét Júpiter skipaskoðun ríkisins vita um atburðinn svo og skoðunarstjóra Lloyds. Þess má geta að Úranus mun enn hafa tvo 12 manna gúmmíbáta um borð.
Morgunblaðið. 18 febrúar 1962.