14.04.2018 08:47
M. b. Sæunn EA 17.
Vélbáturinn Sæunn EA 17 var smíðaður í Noregi árið 1905. Eik og fura. 25 brl. 35 ha. Hein vél (1916). Hét fyrst Tilraun GK 353. Eigendur voru Helgi Jónsson, Þorleifur Guðmundsson og Gísli Gíslason á Eyrarbakka, Jóhannes Einarsson í Eyvík og Sigurður Einarsson á Stokkseyri frá 23 september 1906. Selt 19 nóvember 1908, Jóhannesi Reykdal, Birni Helgasyni, Bjarna Kristjánssyni og Jóni Brynjólfssyni í Hafnarfirði, sama nafn og númer. Selt 1912, Verslun Snorra Jónssonar á Akureyri, skipið hét Tilraun EA 17. Sama ár var skipið endurbyggt og lengt á Akureyri, mældist þá 29 brl. Frá árinu 1914 hét skipið Sæunn EA 17. Selt 22 desember 1928, Gunnlaugi Guðjónssyni á Akureyri, sama nafn og númer. Selt 30 maí 1939, Birni austræna hf á Siglufirði, hét Sæunn SI 53. Ný vél (1934) 70 ha. Völund vél. Selt árið 1944, Jóhanni Ásmundssyni á Litla Árskógssandi, sama nafn og númer. Sæunn sökk út af Haganesvík 14 nóvember árið 1944. Var þá á leið frá Akureyri með kolafarm og aðrar vörur til kaupfélagsins á Hofsósi. Skipverjar björguðust í skipsbátinn og þaðan um borð í Særúnu SI 50 frá Siglufirði.

M.b. Sæunn EA 17, sennilega á Siglufirði. (C) Vigfús Sigurgeirsson.
M.b. Sæunn
sekkur út af Haganesvík
Sl. mánudag sökk m.b. Sæunn úti fyrir Haganesvík. Var skipið
að koma frá Akureyri með kolafarm á leið til Hofsóss. Er það var statt úti
fyrir Haganesvík, kom leki að því, sem skipsmönnum tókst ekki að halda í
skefjum. Björguðu þeir sér í báta, en litlu síðar sökk Sæunn. Í nánd við Sæunni
var statt skip frá Siglufirði, er tók skipbrotsmennina og flutti til
Siglufjarðar. Sæunn var eign Jóhanns Ásmundssonar á Litla-Árskógssandi. Hún var
29 smálestir að stærð.
Íslendingur. 44 tbl. 17 nóvember 1944.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30