04.05.2018 18:31
2 m. Kt. Grímsey BA 8. LBTK.
Islandsk
Handels & Fiskeri Kompagni
Um og eftir aldamótin 1900 risu upp tvö stórfyrirtæki á
Eyrum þ.e. Geirseyri og Vatneyri, Island Handels & Fiskeri Kompagni
(I.H.F.) keypti Geirseyrareignir og rak verslun og útgerð þaðan. P.J.
Thorsteinsson & Co. (Milljónafélagið) sem keypti Vatneyrareignir af Pétri
Thorsteinssyni, hafði rekstur sinn þar. Bæði fyrirtækin voru dansk-íslensk og á
vegum þeirra var rekin mikil þilskipaútgerð frá Patreksfirði og saltfiskverkun.
Er þessi félög liðu undir lok tóku við umsvifum tveir einstaklingar sem mörkuðu
merk spor í atvinnusögu staðarins. Pétur A. Ólafsson var verslunarstjóri hjá
I.H.F. á Patreksfirði og keypti eignirnar á Geirseyri af félaginu 1906 og rak
síðan verslun og útgerð á staðnum um 25 ára skeið. Ólafur Jóhannesson var
verslunarstjóri hjá P.J. Thorsteinsson & Co. meðan félagið starfaði á
Patreksfirði og festi hann kaup á Vatneyrarverslun og mannvirkjum öllum og
miklum hluta Vatneyrarlands. Rak hann fyrst öfluga þilskipaútgerð og svo
togaraútgerð sem hófst árið 1925 og stóð að heita óslitið til 1961. Í kringum
togarana risu mörg atvinnufyrirtæki, hraðfrystihús, vélsmiðja,
fiskimjölsverksmiðja og verslun. Eftir 1961 hefur sjávarútvegurinn byggst á
afla vélbáta, smærri og stærri skipa og dagróðrabáta og atvinnustarfsemin að
miklu leyti flust á Vatneyri þar sem höfnin er nú.
Úr atvinnumálastefnu fyrir Vestur Barðastrandasýslu
2004-2008.
Stýrimenn útskrifaðir frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík
árið 1904 með hið meira stýrimannapróf. Yzt til hægri í næst efstu röð er Sigurður Jóhannesson frá
Höfða í Eyrarsveit, fæddur 2. Febrúar árið 1880. Sigurður var skipstjóri með kútter
Grímsey, sem var gerður út frá Flatey á Breiðafirði, en sú útgerð hleypti miklu
lífi í athafnalíf í Flatey um skeið upp úr 1910.
Þorpið í Flatey á Breiðafirði. (C) Þórhallur S Gjöveraa.
Höfnin í Flatey á Breiðafirði. (C) Þórhallur S Gjöveraa.
Þilskipaútgerð Guðmundar Bergsteinssonar
Þilskipaútgerð Guðmundar Bergsveinssonar jókst nú með hverju
ári svo að aldrei hafði blómlegra atvinnulíf verið í Flatey en á þessu ári
(1915) og næstu árum. Þegar þess er minnst að Guðmundur hóf saltfiskverkun í
Flatey mátti segja að atvinna væri næg fyrir alla, karla, konur og börn og
aldrei mun afkoma Flateyinga hafa verið betri þessa hálfu öld, en þennan annan
tug aldarinnar.
Saga Flateyjarhrepps.