08.05.2018 17:35

2770. Brimnes RE 27 selt til Rússlands.

Frystitogari Brims Seafood, Brimnes RE 27 hefur verið seldur úr landi. Kaupandinn mun vera frá Rússlandi. Í kjölfarið hefur 40 sjómönnum verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Það er vonandi að þeir fái starf við sitt hæfi hjá öðru útgerðarfélagi. Brimnesið hefur verið eitt af aflahæstu togurum Íslenska flotans og verður eftirsjá af þessu fallega skipi þegar það fer úr landi.


2770. Brimnes RE 27. TFKD. Liggur hér við Grandagarð.                  (C) Þórhallur S Gjöveraa.


2770. Brimnes RE 27 við Grandagarð.                                               (C) Þórhallur S Gjöveraa.


2770. Brimnes RE 27 við Grandagarð.                                                (C) Þórhallur S Gjöveraa.

        Brimnes RE 27 selt og 40                    manna áhöfn sagt upp

Útgerðarfélagið Brim hefur selt frystitogarann Brimnes RE eða öllu heldur samþykkt kauptilboð í skipið, segir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. Tveimur áhöfnum skipsins var sagt upp í morgun með þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Í áhöfnunum eru 40 manns. Guðmundur segir að reynt verði að útvega þeim áfram vinnu hjá Brimi. Kaupandi togarans er rússneskur. Kvótinn verður áfram hjá Brimi. Guðmundur segir ástæðuna fyrir sölunni vera þá að kauptilboðið hafi verið gott. Örfáar vikur eru síðan Brim hf. keypti um þriðjungshlut í HB Granda hf. og hefur Guðmundur tekið sæti í stjórn HB Granda. Frystitogarinn Brimnes hefur verið með aflahæstu skipum flotans og var aflahæst 2016. Guðmundur segir að frystitogurum hafi verið að fækka mikið, nú sé orðið miklu hagkvæmara að vera með landvinnslu en í frystitogurunum.

Rúv.is 8 maí 2018.


Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 276
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1057972
Samtals gestir: 76542
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:27:57