27.05.2018 07:42

23. Baldur EA 12. TFSN.

Vélskipið Baldur EA 12 var smíðaður hjá V.E.B. Volkswerft  Ernst Thalmann í Brandenburg í Austur Þýskalandi árið 1961 fyrir Aðalstein Loftsson útgerðarmann á Dalvík. 101 brl. 400 ha. Mannheim díesel vél. Skipið var smíðað eftir teikningum Hjálmars R Bárðarssonar og var eitt af 15 fiskiskipum sem smíðuð voru í Brandenburg fyrir Íslendinga á árunum 1959-61. Kom fyrst til heimahafnar sinnar, Dalvíkur hinn 1 júní 1961. Skipið var selt 31 október 1966, Hraðfrystihúsi Grindavíkur hf, hét þá Már GK 55. Ný vél (1979) 400 ha. Mirrlees Blackstone díesel vél, 294 Kw. Árið 1991 er skipið komið í eigu Vísis hf í Grindavík, sama nafn og númer. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 1 júlí árið 1992. Var að endingu rifið um áramótin árið 1993-94.


Vélskipið Baldur EA 12.                                            (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.

             Nýtt skip til Dalvíkur

Á fimmtudaginn kom nýtt 102 tonna austur-þýzkt stálskip til Dalvíkur. Eigandi er Aðalsteinn Loftsson, útgerðarmaður, sem einnig er eigandi Baldvins Þorvaldssonar og hefur rekið útgerð á Dalvík um margra ára bil, haft fiskmóttöku og verkað saltfisk og skreið. Viktor Jakobsson sigldi skipinu heim. Skipstjóri á sildveiðum verður Kristján Jónsson. Ganghraði skipsins var 10 sjómílur á heimsiglingu. Vél skipsins er 400 ha. Mannheim.
Skipið verður með kraftblökk á síldveiðunum.

Dagur. 7 júní 1961.


23. Már GK 55.                                                                                            (C) Tryggvi Sigurðsson.


Már GK 55. Sennilega kominn á endastöð.                                                (C) Tryggvi Sigurðsson.


Smíðaupplýsingar. Haukur Sigtryggur Valdimarsson á Dalvík.
Flettingar í dag: 430
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 2218
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1193050
Samtals gestir: 83729
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 12:04:43