27.05.2018 18:24

Farþegaskipið MSC Meraviglia.

Risafarþegaskipið Meraviglia var smíðað hjá STX Europe A/S í St. Nazaire í Frakklandi árið 2017. Skipið er í eigu MSC Cruises á Ítalíu. 171. 598 brl. 2 x 4T 12 cyl, 2 x 4T 16 cyl, samtals 51. 500 ha. 38,4 MW. Skipið er 315 m. á lengd, 43 m. á breidd og djúprista er 8,8 m. Í áhöfn skipsins eru 1.560 manns og getur tekið eina 4.500 farþega. Ég tók þessa myndasyrpu af skipinu við Skarfabakka og á Viðeyjarsundi þegar það hélt til hafs. Ég heyrði það að þegar skipið kom, þurfti það að bakka inn Viðeyjarsundið til að komast að Skarfabakkanum. Það gat ekki snúið á Sundinu vegna stærðar sinnar. Sannarlega fallegt skip.


MSC. Meraviglia á Viðeyjarsundi.












Ægir gamli er ekki stór í samanburði við þennan risa.


MSC Meraviglia við Skarfabakka í Sundahöfn í gær.          (C) Þórhallur S Gjöveraa. 27 maí 2018.

  Stærsta skemmti­ferðaskip á Íslandi

Stærsta skemmti­ferðaskip sem til Íslands kem­ur í sum­ar er vænt­an­legt til Reykja­vík­ur á laug­ar­dag. Skipið, sem ber nafnið MSC Mera­viglia, verður stærsta skemmti­ferðaskip sem hingað hef­ur komið. Mera­viglia hef­ur sól­ar­hringsviðdvöl við Skarfa­bakka og sigl­ir á brott á sunnu­dag. 4.526 farþegar koma með skip­inu og 1.561 er í áhöfn skips­ins, seg­ir í til­kynn­ingu frá Gáru, dótt­ur­fé­lagi TVG-Zimsen sem þjón­ust­ar skipið á meðan það er við höfn á Íslandi.
Í til­kynn­ing­unni seg­ir að skipið sé hið glæsi­leg­asta, 171.598 brútt­ót­onn að stærð, 315 metr­ar að lengd og 43 metr­ar að breidd. Fé­lagið MSC Cruises er eig­andi skips­ins og er fyrsta fyr­ir­tækið í skemmti­ferðaskipaiðnaði sem hlýt­ur verðlaun­in "7 perl­ur", en verðlaun­in eru veitt þeim fyr­ir­tækj­um sem huga vel að lofts­lags-, sjáv­ar- og úr­gangs­mál­um.
146.700 farþegar eru vænt­an­leg­ir hingað til lands með skemmti­ferðaskip­um á þessu ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. Á þessu ári verða skip­in 70 tals­ins og hafa 165 sinn­um viðkomu í Reykja­vík.

Mbl.is 24 maí 2018.



Flettingar í dag: 456
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 2218
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 1193076
Samtals gestir: 83731
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 12:26:12