27.05.2018 18:24
Farþegaskipið MSC Meraviglia.
Ægir gamli er ekki stór í samanburði við þennan risa.
Stærsta skemmtiferðaskip á
Íslandi
Stærsta skemmtiferðaskip sem til Íslands kemur í sumar
er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardag. Skipið, sem ber nafnið MSC
Meraviglia, verður stærsta skemmtiferðaskip sem hingað hefur
komið. Meraviglia hefur sólarhringsviðdvöl við Skarfabakka og siglir
á brott á sunnudag. 4.526 farþegar koma með skipinu og 1.561 er í áhöfn skipsins,
segir í tilkynningu frá Gáru, dótturfélagi TVG-Zimsen sem þjónustar
skipið á meðan það er við höfn á Íslandi.
Í tilkynningunni segir að skipið sé hið glæsilegasta, 171.598 brúttótonn
að stærð, 315 metrar að lengd og 43 metrar að breidd. Félagið MSC Cruises er
eigandi skipsins og er fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaði sem
hlýtur verðlaunin "7 perlur", en verðlaunin eru veitt þeim fyrirtækjum
sem huga vel að loftslags-, sjávar- og úrgangsmálum.
146.700 farþegar eru væntanlegir hingað til lands með skemmtiferðaskipum á
þessu ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. Á þessu ári verða skipin 70 talsins
og hafa 165 sinnum viðkomu í Reykjavík.
Mbl.is 24 maí 2018.